Heimili höfundanna

Arnaldur Indriðason
Arnaldur Indriðason
Arnaldur Indriðason er fæddur í Reykjavík 1961. Hann nam sagnfræði við Háskóla Íslands og starfaði við blaðamennsku um hríð. Fyrsta skáldsaga hans, Synir duftsins, kom út 1997 og æ síðan hefur ný saga komið frá honum á ári hverju. Fyrstu bókunum var vel tekið en segja má að hann hafi slegið í gegn, bæði heima og erlendis, með fjórðu skáldsögu sinni, Mýrinni, sem kom út árið 2000. Eftir henni var síðar gerð samnefnd kvikmynd. Allar bækur Arnaldar á þessari öld hafa orðið metsölubækur hér heima og flestar jafnframt komist á metsölulista erlendis, svo sem í Frakklandi þar sem hann nýtur gríðarlegra vinsælda. Nær allar bækur Arnaldar eru glæpasögur þar sem fjallað er af næmi og skilningi um gjörðir og tilfinningar sögupersóna og þau samfélagsmein sem oft búa að baki afbrotum. Sögufléttan er jafnan traust, persónusköpun sterk og stíllinn knappur. Í bókunum eru oft dregnar upp myndir úr fortíðinni og ósjaldan liggja þræðir milli atburða í samtíð og fortíð – þekking á sögunni er mikilvægur þáttur í sagnaheimi höfundar. Margar af vinsælustu sögum Arnaldar fjalla um lögreglumanninn Erlend Sveinsson og samstarfsfólk hans. Í annarri bókaröð segir frá þeim Flóvent og Thorson sem starfa saman að glæparannsóknum í Reykjavík á árum síðari heimsstyrjaldar og í þriðju röðinni er Konráð, lögreglumaður á eftirlaunum, aðalpersóna. Nokkrar bækur höfundar standa líka stakar og ótengdar öðrum. Sigurverkið, 25. bók hans (2021) sker sig úr höfundarverkinu fyrir að vera söguleg skáldsaga sem gerist á 18. öld. Arnaldur hefur hlotið fjöldamörg verðlaun fyrir bækur sínar. Má þar nefna virt verðlaun samtaka breskra glæpasagnahöfunda, Gullrýtinginn, og norrænu glæpasagnaverðlaunin Glerlykilinn, sem hann fékk í tvígang. Einnig hefur hann hlotið þekkt bókmenntaverðlaun á Spáni, í Frakklandi margsinnis, í Svíþjóð, Finnlandi og víðar, að ógleymdum tilnefningum til ótal annarra verðlauna, þar á meðal Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Arnaldur hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2021. Bækur hans hafa komð út á um fjörutíu tungumálum og selst í tugmilljónatali. Enginn íslenskur höfundur nýtur meiri velgengni og vinsælda heima og heiman.

Bækur eftir höfund

hypothermie hendur
Hypothermie
1.990 kr.
la femme en vert svört
La femme en vert (Grafarþögn)
1.490 kr.
la voix a format
La voix (Röddin)
1.490 kr.
hypothermie a format
Hypothermie
1.490 kr.
editions-metailie.com-roca-pelada-horloger-du-roi-hd-300x460
Le roi et l'horloger (Sigurverkið)
1.990 kr.
la mujer de verde
La mujer de verde (Grafarþögn)
1.990 kr.
homme du lac-300x460
L'homme du lac (Kleifarvatn)
1.990 kr.
duel-300x460
Le duel (Einvígið)
1.990 kr.
betty
Bettý
1.990 kr.
Lagon-Noir-Le-HD-300x460
Le lagon noir
1.990 kr.
Hypothermie c format
Hypothermie
1.990 kr.
hiver arctique-300x460
Hiver arctique
1.990 kr.
le cite des jarres
La cité des jarres (Mýrin)
1.990 kr.
la femme en vert hvít
Le femme en vert
1.990 kr.
voix c format
La voix (Röddin)
1.990 kr.
editions-metailie.com-le-mur-des-silences-mur-des-silences-ok-300x460
Le mur des silences (Þagnarmúr)
1.990 kr.
napó
Opération Napoléon (Napóleonsskjölin)
1.990 kr.
Nuits-de-Reykjavik-Les-HD-300x460
Les nuits de Reykjavík (Reykjavíturnætur)
1.990 kr.
livre du roi-300x460
Le livre du roi (Konungsbók)
1.990 kr.
muraille de lave-300x460
La muraille de lave (Svörtuloft)
1.990 kr.

INNskráning

Nýskráning

nýskráning