Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Hreistur
Útgefandi: MM
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2017 | 70 | 3.390 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2017 | 70 | 3.390 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Um bókina
Hreistur eftir Bubba Morthens er áhrifamikill ljóðabálkur um það umhverfi sem mótaði listamanninn Bubba – sjávarþorpin, verbúðirnar, fiskinn, kuldann, hörkuna. Í leitinni að upprunanum, því sem mótaði þann Bubba sem allir þekkja, lítur hann til þess tíma þegar hann fór þorp úr þorpi, verbúð úr verbúð, frystihús úr frystihúsi og stritaði, djammaði, stritaði meira. Engin miskunn, þúsund þorskar og þúsund farandverkamenn og konur sem þokuðust nær og nær … hyldýpinu?
Hreistur er hörkubók í margvíslegum skilningi: pólitísk, meitluð, sláandi, og Bubbi birtist okkur enn einu sinni sem ótrúlega fjölhæfur, skarpskyggn og heillandi listamaður.
6 umsagnir um Hreistur
Árni Þór –
„Aftur og aftur er mjög vel skrifuð og pæld bók, margt bitastætt fyrir hugann að velta fyrir sér en líka spennandi framvinda og flétta.“
Brynhildur Björnsdóttir / Fréttablaðið
Árni Þór –
„[Ljóðin] opna fyrir okkur dyr, taka okkur í ferð, hreyfa við okkur. Bubbi er fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.“
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson / Starafugl
Árni Þór –
„Hreistur er vinaleg ljóðabók sem flytur ljóðrænan en eitursvalan söng hins þroskaða Bubba Morthens sem hefur engu gleymt frá verbúðalífinu en töluvert lært.“
Helga Birgisdóttir / Fréttablaðið
Árni Þór –
„Hér eru ótrúlega margar glitrandi og fallegar myndir, náttúra, landslag, ást og friður en líka ofbeldi, öskur, slagsmál og illska … Heildarmyndin sem [Hreistur] dregur upp er athyglisverð og sterk. Þarna eru margar ljóðaperlur en einnig átakanlegar og eftirminnilegar myndir sem þarfnast umhugsunar.“
Steingerður Steinsdóttir / Vikan
Árni Þór –
„Þessi bók er grípandi og Bubbi málar veröld þorpsins …“
Sölvi Sveinsson / Morgunblaðið
Árni Þór –
„Hörkuleg ímynd töffarans með stálið og hnífinn hefur dignað og velkst af boðaföllum í lífsins ólgusjó … [það] stafar einlægni af ljóðunum og jafnvel örlar á viðkvæmni.“
Steinunn Inga Óttarsdóttir / Víðsjá