Málarinn
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 1.490 kr. | ||
Innbundin | 2012 | 327 | 1.550 kr. | ||
Rafbók | 2021 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 1.490 kr. | ||
Innbundin | 2012 | 327 | 1.550 kr. | ||
Rafbók | 2021 | 990 kr. |
Um bókina
Þegar Jóhannes Kjarval gefur drengnum Davíð málverk eftir sig á sýningu í Listamannaskálanum 1945 er framtíð Davíðs ráðin. Hann hlýtur að verða listmálari. Fjörutíu árum seinna er Davíð þekktur og dáður málari, verkin hans seljast grimmt, hann er vel stæður og vel giftur. En hann hefur aldrei öðlast þá viðurkenningu menningarpáfanna sem hann þráir og hryllilegt slys, sem ef til vill var Davíð að kenna, varpar dimmum skugga á fjölskyldulífið mörgum árum eftir að það átti sér stað.
Málarinn er viðburðarík og áhrifamikil skáldsaga um átök í sálinni og átök milli fólks, togstreitu, umrót og metnað.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 8 klukkustundir og 35 mínútur að lengd. Stefán Benedikt Vilhelmsson les.
6 umsagnir um Málarinn
Bjarni Guðmarsson –
„Óvæntar vendingar sem halda manni allt til loka.“
Egill Helgason / Kiljan
Bjarni Guðmarsson –
„Á Biblíulegum skala … þeir sem fara inn í atburðarásina munu lesa hana til síðasta blóðdropa.“
Eiríkur Guðmundsson / Kiljan
Bjarni Guðmarsson –
„Ólafi tekst ákaflega vel upp við að lýsa innri baráttu Davíðs, sem eins og fram kemur í textanum endurspeglar án efa hugsanaferli margra sem stunda listsköpun og leggja verk sín í dóm annarra. … aðdáendum spennandi og kraftmikillar sögu bíður í Málaranum sannkallaður skemmtilestur.“
Fríða Björk Ingvarsdóttir / Víðsjá
Bjarni Guðmarsson –
„Ólafur stefnir … á flottan hátt saman hinu stöðuga og hinu fljótand i lífi Davíðs, þegar allt fer á flot upplifir listmálarinn jafnvel enga stoð í þeim sem áður voru hans stoð og stytta. Listin verður hans eina litla sker í lífsins ólgusjó, því lífið er ekki eins og konfektkassi.“
Kristján Hrafn Guðmundsson / DV
Bjarni Guðmarsson –
„Málarinn er skáldsaga um margvíslega glæpi, svik, falsanir og morð, og hún er á köflum óhugnanlega spennandi, persónurnar eru þannig skapaðar að lesanda getur vart staðið á sama um örlög þeirra … Málarinn er frábært dæmi um sagnalist Ólafs eins og hún gerist best.“
Jón Yngvi Jóhannsson / Fréttablaðið
Bjarni Guðmarsson –
„[Lesendur] geta hlakkað til þeirrar mögnuðu upplifunar að lesa þessa áhrifamiklu bók. [Ólafur er gæddur] þeirri náðargáfu að geta sagt magnþrungnar sögur og skapað söguhetjur sem halda lesandanum hugföngnum frá upphafi til enda … Sagan er sögð í hófstilltum stíl, án nokkurs rembings, þótt hún einkennist frá upphafi af miklum átökum sem stigmagnast. Spenna lesandans eykst líka stöðugt uns hann hefur lesið bókina upp til agna og hugsar: hvílík dramatík! Slík meistaraverk eru fágæt og viðbúið er að maður verði fyrir vonbrigðum við lestur næstu bókar í holskeflunni fyrir jólin.“
Bogi Þór Arason / Morgunblaðið