Á eigin vegum
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2007 | 1.190 kr. | |||
Innbundin | 2006 | 1.860 kr. | |||
Rafbók | 2017 | 990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2018 | App | 1.790 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2007 | 1.190 kr. | |||
Innbundin | 2006 | 1.860 kr. | |||
Rafbók | 2017 | 990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2018 | App | 1.790 kr. |
Um bókina
Sigþrúður er komin á efri ár, orðin ekkja og vinnur fyrir sér með blaðburði. Hún ræktar garðinn sinn og pottablómin, stundar kaffihús og bókasöfn, sinnir köttunum og sækir jarðarfarir. Hún er ein en ekki einmana; allt frá barnæsku hefur lífið kennt henni að teysta ekki á aðra en sjálfa sig, að gera sér engar vonir.
Fólkið hennar allt er horfið á braut og hún fylgir því í huganum en situr sjálf um um kyrrt, hugar að sínu. Djúpt í sálinni hvíla þó draumar um annað líf, annað land – draumar sem hún hefur fengið í arf frá konum sem lifðu og dóu við lítil efni í fásinninu. Geta slíkir draumar ræst?
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er um 2 klukkustundir að lengd. Höfundur les.
4 umsagnir um Á eigin vegum
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
,,Snertir við lesandanum á áhrifaríkan hátt … Hér er engu ofaukið og ekkert vantar.”
Auður Aðalsteinsdóttir, Víðsjá RÚV
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
,,… glæsilega stíluð og mikill skemmtilestur.”
Þröstur Helgason, Lesbók Morgunblaðsins
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
,,Það er alltaf gaman að láta koma sér á óvart … Verk sem er svo miklu meira umfangs en útlitið gefur til kynna.”
Úlfhildur Dagsdóttir, bokmenntir.is
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
,,Fyrst las ég hana hratt, svo hægt og síðan aftur og aftur; hún vekur endalausa forvitni og undrun og verður manni svo nákomin að lífið væri hreinlega leiðinlegra án hennar. Svoleiðis er með perlur.“
Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur