Hvað gengur fólki til?
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Um bókina
Í bókinni fjallar sálgreinirinn Sæunn Kjartansdóttir um ýmiss konar afbrigðilega hegðun fólks og bregður á hana ljósi sálgreiningar. Hún segir að fram til þessa hafi umfjöllun um ságreiningu hér á landi verið lítil og einskorðast við kenningar Sigmundar Freuds, en í bókinni eru kynntar kenningar ýmissa annarra sálgreina.
Höfundur segir í inngangi: „Sálgreining byggist á þeirri forsendu að tilfinningar séu að miklu leyti ómeðvitaðar en stjórni engu að síður gerðum okkar og líðan. En það er ekkert áhlaupaverk að kynnast þeim. Tilfinningar gefa lítið fyrir rök og skynsemi, þær eru fullar af þversögnum og með hjálp varnarhátta geta þær brugðið sér í allra kvikinda líki.“
Sæunn gagnrýnir viðteknar skoðanir innan sálfræðinnar, þar sem atferlisfræði hefur mjög ráðið ferðinni, og hún gagnrýnir líka fíknarhugtakið og þær hugmyndir sem liggja að baki hefðbundinni áfengismeðferð hér á landi.