Útlagi

Útgefandi: JPV
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2013 367 990 kr.
spinner
Rafbók 2013 990 kr.
spinner

Útlagi

Útgefandi : JPV

990 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2013 367 990 kr.
spinner
Rafbók 2013 990 kr.
spinner

Um bókina

Samantha er fimmtán ára og finnst hún hvergi eiga heima. Hún er ensk og hvít á hörund en talar svahílí og hefur búið í Tansaníu frá þriggja ára aldri. Hún þráir vináttu og kærleika en foreldrarnir hafa hvorki tíma né orku fyrir hana og henni leiðist í skólanum. Hún verður ástfangin af eldri manni sem reynist henni örlagaríkt; hún leiðist út í æ meiri vímuefnaneyslu og verður smám saman sinn versti óvinur.

Útlagi gerist í Tansaníu á níunda áratugnum og er fyrsta bók í þríleik Danans Jakobs Ejersbo um Afríku en þar ólst hann sjálfur upp að hluta.

„Bálkurinn allur er sannarlega stórvirki og opnar fyrir lesanda heim sem hvergi er að finna í samtímabókmenntum Evrópu,“ segir í eftirmála Páls Baldvins en þar segir hann einnig: „Jakob Ejersbo tókst ætlunarverk sitt. Hann skrifaði sinn mikla ópus, sína Jörð í Afríku.“

Útlagi vakti mikla athygli þegar hún kom út í Danmörku 2009 ekki síst vegna þess að skömmu áður lést höfundurinn úr krabbameini, fertugur að aldri.

5 umsagnir um Útlagi

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur