Höfundur: Kahlil Gibral

Spámaðurinn er frægasta ritverk Kahlils Gibran. Bókin kom fyrst út árið 1923 og hefur æ síðan verið meðal ástsælustu rita víða um lönd.

Ljóðræn og mild viska þessarar litlu bókar lætur ekki mikið yfir sér en hún hefur haft djúp áhrif á lesendur sína. Frá því að hún kom fyrst út á íslensku árið 1958 hafa tugþúsundir Íslendinga sótt þangað andlega næringu og umhugsunarefni.

Gunnar Dal þýddi.