Hér er naglinn Jack Reacher á ferð, erkitöffarinn sjálfur. Hann er fyrrverandi lögga, sá sem alltaf fórnar sér fyrir réttan málstað.

Hann stekkur úr rútunni rétt fyrir utan Margrave í Georgíufylki – hugdetta sem hann á eftir að iðrast. Hann er eini ókunnugi maðurinn í bænum en sama dag er þar framið morð. Vitni sér hann á morðstaðnum og hann er handtekinn. Eftir því sem líkum fjölgar og mál skýrast verður þó æ augljósara að lögreglan tók ekki réttan mann fastan.

Lee Child er einn vinsælasti spennusagnahöfundur heims og nú er söguhetja hans, einfarinn Jack Reacher, komin á hvíta tjaldið. Rutt úr vegi er sjötta bókin um Reacher sem kemur út á íslensku.

Hallgrímur H. Helgason þýddi.