Þú ert hér://Riddarar hringavitleysunnar

Riddarar hringavitleysunnar

Höfundur: Ágúst Kristján Steinarrsson

Fjórir menn hittast fyrir tilviljun. Allir standa þeir á krossgötum í lífi sínu og í hönd fer tími þar sem þeir þurfa að berjast fyrir lífi sínu, heilsu og draumum.

Á undanförnum árum hefur orðið umbylting í umfjöllun um geðræn veikindi. Í stað þess að pukrast sé með andlega sjúkdóma hefur hugrakkt fólk stigið fram og lýst upplifun sinni af slíkum veikindum. Þannig hafa í senn opnast augu fólks fyrir raunverulegri stöðu þeirra sem hafa veikst, að þeir eru af öllum toga og úr öllum þjóðfélagshópum, en ekki síður að víða er pottur brotinn varðandi stuðning og aðhlynningu.

Einn af þeim sem hafa stigið fram fyrir skjöldu og tjáð sig á hreinskilinn hátt um reynslu sína af geðhvörfum er Ágúst Kristján Steinarrsson. Í Riddurum hringavitleysunnar lýsir hann nánast ómennskum átökum við veikindi af jafnt líkamlegum sem andlegum toga. Þetta er bók sem virkilega hreyfir við lesandanum, fær hann til að meta sína eigin reynslu og líf upp á nýtt og opnar fyrir skilning á hlutskipti annarra.

Ágúst Kristján Steinarrsson (f. 1980) er stjórnunarráðgjafi, jöklaleiðsögumaður og sögumaður. Sögur hans birtast í textum, ljóðum og lögum sem eru alla jafna byggð á persónulegri reynslu hans. Ágúst hefur trú á mátt sögunnar til að ná til fólks og þannig hreyfa við einstaklingum og samfélögum.

Verð 3.690 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja2162018 Verð 3.690 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkur:

1 umsögn um Riddarar hringavitleysunnar

  1. Elín Pálsdóttir

    „Í frásögn sinni er Ágúst berskjaldaður, hlífir ekki sjálfum sér og mætir öðrum á vegferð sinni með skilningi og kærleik. Umfram allt dregur hann þó lærdóm af reynslu sinni fyrir sína eigin hönd og annarra. Reynsla Ágústar er sannarlega einstök. Lærdómsríkust eru þó viðbrögð hans sjálfs við mótlæti og missi. Jákvætt viðhorf, skilningur, þroski og ótrúleg seigla gerir hann að frábærri fyrirmynd fyrir okkur öll!“
    Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *