Þú ert hér://Maxímús Músíkús bjargar ballettinum

Maxímús Músíkús bjargar ballettinum

Höfundar: Hallfríður Ólafsdóttir, Þórarinn Már Baldursson

Þegar Maxímús Músíkús kemur heim eftir hressandi morgungöngu eru komnir skemmtilegir gestir í tónlistarhúsið: stórir hópar af börnum sem dansa svo vel að Maxi verður forvitinn. Hvar ætli þau hafi lært svona vel að dansa?

Maxímús Músíkús bjargar ballettinum er þriðja bókin um músina tónelsku sem heillað hefur börn um allan heim. Sögurnar um Maxa hafa verið fluttar á fjölmörgum tónleikum og bækurnar um hann hafa komið út á ensku, þýsku, kóresku og færeysku. Höfundarnir, Hallfríður Ólafsdóttir og Þórarinn Már Baldursson, eru tónlistarmenn og leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Geisladiskur fylgir bókinni.

****
„Maxímús er sérlega forvitinn um umhverfi sitt og þannig tekst höfundum bókarinnar að miða alls kyns skemmtilegum og áhugaverðum fróðleik á mjög áreynslulausan hátt. ... Teikningar bókarinnar leika stórt hlutverk. Þær eru sélega fallegar og fanga vel athygli ungra lesenda. ... Óhætt er að segja að bókin og diskurinn séu miklir gæðagripir sem gleðja munu bæði lesendur og áheyrendur.“

Silja Björk Huldudóttir / Morgunblaðið

„Maxímús Músíkús bjargar ballettinum er hrífandi og hugmyndarík bók, frábærlega myndskreytt og dásamleg kynning á heimi ballettsins. Bravó!!!“
Helgi Tómasson, listrænn stjórnandi San Francisco-ballettsins

„Þessi bók er alveg frábær, Maxi er svo sætur ... líka rosalega fyndinn.“
Bríet Bjarnadóttir, 6 ára / Vikan

Verð 3.290 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin332012 Verð 3.290 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / /