Höfundur: Björg Árnadóttir

Hjónin og prestarnir Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir eru lífsglaðir húmoristar, eldheitt trúfólk og einlægir jafnaðarmenn. Bæði hafa frá æskuárum tekið þátt í kristilegu starfi og miðlað hugsjónum sínum, trú og orku til annarra. Um sjö ára skeið deildu þau gleði og sorgum með Vestmannaeyingum og þar mótaðist sýn þeirra á sálgæslu og safnaðarstarf. Síðan lá leiðin til höfuðborgarsvæðisins þar sem þau þjóna nú bæði, hvort í sinni sókn, en jafnframt hafa þau tekið virkan þátt í félags- og stjórnmálum og barist fyrir réttlæti á vettvangi samfélagsins.

Hér segja þau af hjartans einlægni frá sjálfum sér, viðhorfum sínum, lífi og trú. Þau hafa í starfi sínu tekist á við mótlæti og sorg, en jafnframt notið velgengni – en leiðarljósið er ávallt kærleikur og lífsins gleði.

Björg Árnadóttir, myndlistarkennari, blaðamaður og menntunarfræðingur, skráir sögu þeirra.