Þú ert hér://Sif Sigmarsdóttir
Sif Sigmarsdóttir

Sif Sigmarsdóttir

Sif Sigmarsdóttir er fædd í Reykjavík 30. nóvember fyrir dálitlu síðan. Hún starfar sem rithöfundur og sjálfstætt starfandi blaðamaður. Fyrsta skáldsaga Sifjar, unglingabókin Ég er ekki dramadrottning, kom út árið 2006. Hún hlaut góða dóma gagnrýnenda og varð söluhæsta íslenska unglingabók ársins. Bókin Einu sinni var dramadrottning í ríki sínu kom út árið 2007 og varð hún einnig mest selda íslenska unglingabók þess árs.

Bók Sifjar, Múrinn: Freyjusaga, hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og unglingabóka og Bóksalaverðlaunin í flokki táningabóka árið 2010.