Heimili höfundanna

Hallfridur_sv
Hallfríður Ólafsdóttir
Hallfríður Ólafsdóttir var fædd 12. júlí 1964. Hún var flautuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og lék reglulega einleikskonserta með sinfóníuhljómsveitinni. Hún var einnig kennari við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík og lagði stund á hljómsveitarstjórn. Hún féll frá 4. september 2020.   Hallfríður var höfundur metsölubókanna um Maxímús Músíkús sem hafa notið mikilla vinsælda hér heima og komið út í fjölda landa. Bækurnar innihalda sögur um músíkölsku músina Maxímús prýddar myndum eftir Þórarin Má Baldursson og með þeim öllum fylgir tónlist í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hallfríður og Þórarinn hlutu Fjöruverðlaunin og Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir bókina Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina. Hallfríður hlaut titilinn Bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2003, var tilnefnd til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins 2010, útnefnd Eldhugi ársins 2017 og var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 2014 fyrir frumkvæði að tónlistaruppeldi æskufólks með verkefninu um Maxímús Músíkús.

Bækur eftir höfund

Maxímús músíkús fer á fjöll
Maxímús Músíkús fer á fjöll
990 kr.3.790 kr.
Maximus musicus visits the orchestra
Maximus musicus visits the orchestra
Þrautabók
Maxímús Músíkús - þrautabók
1.790 kr.
Maxímús Músíkus kætist í kór
Maxímús Músíkús kætist í kór
3.590 kr.
Maxímús Músíkús bjargar ballettinum
Maxímús Músíkús bjargar ballettinum
3.290 kr.
attachment-10199
Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina
3.290 kr.

INNskráning

Nýskráning

nýskráning