Icepick Award

Barnagæla, Konan í glugganum og Sonurinn tilnefndar til Ísnálarinnar 2018

Icepick Award

Á dögunum voru tilnefningar til Ísnálarinnar 2018 tilkynntar og eru þrjár af fimm tilnefndum bókum gefnar út af Forlaginu. Þær eru Barnagæla eftir Leilu Slimani í þýðingu Friðriks Rafnssonar, Konan í glugganum eftir A.J. Finn í þýðingu Friðriku Benónýsdóttur og Sonurinn eftir Jo Nesbø í þýðingu Bjarna Gunnarssonar. Ísnálin eru verðlaun sem eru veitt fyrir best þýddu glæpasöguna á íslensku, þar sem saman fara góð þýðing og góð saga.

Einnig voru bækurnar Ég er að spá í að slútta þessu eftir Iain Reid í þýðingu Árna Óskarssonar og Ósýnilegi verndarinn eftir Dolores Redondo í þýðingu Sigrúnar Ástríðar Eiríksdóttur tilnefndar til Ísnálarinnar í ár. Tilkynnt verður um verðlaunahafa á alþjóðlegu glæpasagnahátíðinni Iceland Noir í Reykjavík í nóvember, en þetta er fimmta árið sem verðlaunin verða veitt. Áður hafa Joël Dicker og Friðrik Rafnsson, Jo Nesbø og Bjarni Gunnarsson, Marion Pauw og Ragna Sigurðardóttir og Ann Cleeves og Snjólaug Bragadóttir hlotið Ísnálina.

Að verðlaununum standa Iceland Noir glæpasagnahátíðin, Hið íslenska glæpafélag og Bandalag þýðenda og túlka. Dómnefnd skipa Katrín Jakobsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Jóhann R. Kristjánsson og Ragnar Jónasson.

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning