Vika bókarinnar hafin

Vika bókarinnar var sett í dag í samkomusal Austurbæjarskóla þar sem  Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra las úr einni uppáhalds bóka sinna fyrir nemendur úr 5. bekk. Vika bókarinnar hefur fest sig í sessi undanfarin ár og sem fyrr berst landsmönnum ávísun í pósti sem nýta má til bókakaupa. Ávísunin veitir þér 1.000 kr. afslátt í bókabúðum þegar keyptar eru bækur útgefnar á Íslandi fyrir 3.500 kr. að lágmarki.

Að þessu sinni vekur Félag bókaútgefenda, sem stendur að Viku bókarinnar, einnig sérstaka athygli á mikilvægi lestrarhvatningar barna og stöðu skólabókasafna. Grunnskólabókasöfn hafa ekki farið varhluta af niðurskurði síðustu misserin. Um leið og Félag íslenskra bókaútgefenda skorar á sveitarfélög og skólayfirvöld að hyggja að mikilvægi skólabókasafna fyrir lestrarmenningu á Íslandi, hefur það stofnað Skólasafnasjóð sem ætlað er að úthluta styrkjum til safnanna til bókakaupa. Eitt hundrað krónur af andvirði hverrar ávísunar renna í sjóðinn.

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning