Yfirlýsingar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2001 | 544 | 2.990 kr. |
Yfirlýsingar
2.990 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2001 | 544 | 2.990 kr. |
Um bókina
Yfirlýsingar eru safn íslenskra þýðinga á helstu stefnuyfirlýsingum, eða „manifestóum“, evrópsku framúrstefnuhreyfinganna frá fyrstu áratugum 20. aldar. Þetta umfangsmikla rit gefur yfirlit yfir hugmyndafræði og orðræðu ítalskra og rússneskra fútúrista, þýskra expressíónista og hinna frönsku súrrealista og dadaista. Hverri hreyfingu er helgaður sérstakur inngangur auk þess sem rýnt er í sögulegt og menningarsögulegt samhengi framúrstefnuhreyfinganna í viðamiklum inngangi að bókinni. Þá fylgja henni sérstaklega ítarlegar skýringar. Yfirlýsingar hafa því ótvírætt gildi fyrir hvern þann sem vill kynna sér hinar merku hræringar í listum og listrænni orðræðu sem birtist í verkum framúrstefnuhópanna – og jafnframt nokkra sérstöðu meðal Lærdómsrita.
Textarnir sem hér birtast eru frá árunum 1906-1938 og eru allsundurleitir, enda stefnuskrár hreyfinga sem kepptust við að greina sig frá öðrum og lýsa yfir sérstöðu sinni. Á hinn bóginn sameinar þá hinn herskái tónn sem boðar andóf gegn hefðinni, viðleitnin til nýsköpunar, tilraunir með form og aðferðir til listsköpunar og meðvituð tengsl við stjórnmál og þjóðfélagsþróun, jafnframt andrökhyggju og trúnni á áhrifamátt tungumálsins á hugsun og samfélag. Hér er meðal annars að finna „Stofnun og stefnuyfirlýsingu fútúrismans“ eftir Filippo Tommaso Marinetti, sem jafnan er talin marka þau vatnaskil í sögu nútímalistar sem tilkoma fagurfræði framúrstefnunnar var, „Stefnuyfirlýsingu súrrealismans“ eftir André Breton og texta eftir Vladimir Majakovskij, Franz Marc, Tristan Tzara, Walter Gropius og fjölda annarra.
Stefnuyfirlýsingarnar urðu hjá framúrstefnumönnum að nýrri bókmenntagrein, það form sem þeir sköpuðu boðskap sínum og má að vissu leyti heita kjarni allrar starfsemi þeirra. Kennismiðir framúrstefnunnar ráðast gegn hefðbundinni rökvísi tungumálsins og þótt skrifum þeirra sé ætlað að miðla ætlun höfundanna og hafa þannig áhrif á hugarheim lesenda og samfélags, einkennist aðferðin af ákveðinni goðsögulegri rökvísi sem stuðla á að menningarlegum og þjóðfélagslegum umskiptum, sem hefðbundnum skrifum hlýtur að vera ofviða. Sérkenni yfirlýsinganna sem bókmenntaforms, rof þeirra við hefðina og rætur í samfélagslegum umbrotum samtímans eru meðal þess sem Benedikt Hjartarson varpar ljósi á í inngangi
sínum að þessu glæsilega riti.