Víga-Anders og vinir hans
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2015 | 342 | 990 kr. | ||
Kilja | 2015 | 342 | 3.390 kr. | ||
Rafbók | 2015 | 490 kr. |
Víga-Anders og vinir hans
490 kr. – 3.390 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2015 | 342 | 990 kr. | ||
Kilja | 2015 | 342 | 3.390 kr. | ||
Rafbók | 2015 | 490 kr. |
Um bókina
Útsmoginn prestur sem var púuð niður úr predikunarstóli, uppburðalítill móttökustjóri á gistiheimili í ruslflokki og margfaldur morðingi og ofbeldismaður, nýsloppinn út eftir næstum ævilanga fangelsisvist – þegar þessi þrjú hittast og mynda bandalag gegn öllum hinum er voðinn vís.
Þau stofna til lífshættulegrar atvinnustarfsemi en þegar hún fer í vaskinn leggja þau land undir hjól á gömlum húsbíl, tilbúin í enn meira brask. Viðskiptavit prestsins, útsjónarsemi móttökustjórans og orðspor morðingjans er blanda sem gefur vel af sér, jafnvel þótt allir verstu glæpamenn landsins séu á hælum þeirra, og stöku embættismaður líka.
Víga-Anders og vinir hans (og fáeinir óvinir líka) er ærslafull saga um dyggðir og lesti, og um að lifa lífinu á eigin forsendum. Jonas Jonasson sló í gegn með hinni óborganlegu metsölubók Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf og fylgdi henni eftir með Ólæsingjanum sem kunni að reikna. Víga-Anders gefur þeim ekkert eftir – skemmtilesning sem gleður og vekur til umhugsunar.
Páll Valsson þýddi.
1 umsögn um Víga-Anders og vinir hans
Kristrun Hauksdottir –
„Þau eru mörg gullkornin í þessari bók og Páll Valsson kemur þeim vel til skila með góðri og skemmtilegri þýðingu. Hugmyndaflug höfundar er mikið og uppátækin því oft með ólíkindum … Þetta er létt og skemmtileg bók.“
Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið