Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Vatnaskil – dagbókarsaga
Útgefandi: VH
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2002 | 2.685 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2002 | 2.685 kr. |
Um bókina
Vatnaskil – dagbókarsaga segir frá eldri manni sem kominn er á eftirlaun en eiginkonan starfar enn á elliheimili – þeim stað sem hann óttast mest af öllu. Hann flýr þá á náðir dagbókar sinnar og leitar þar uppi andrúm liðinna daga.
Þetta er persónuleg skáldsaga Matthíasar Johannessens þar sem saman fléttast á áhrifamikinn hátt skáldskapur og kaflar úr dagbókum hans sem birta leiftur frá atburðum og hugrenningum fyrri tíðar.
Matthías Johannessen hefur um áratuga skeið verið einn helsti rithöfundur þjóðarinnar. Eftir hann liggur fjöldi ljóðabóka, sagna, samtalsbóka og leikrita, að ótöldum skrifum hans um bókmenntir og þjóðfélagsmál.