Þriðja málið: Valdamiklir menn #1
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2016 | 423 | 1.190 kr. |
Þriðja málið: Valdamiklir menn #1
1.190 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2016 | 423 | 1.190 kr. |
Um bókina
Það lítur út fyrir rólegan mánudag á lögreglustöðinni við Hverfisgötu þegar skyndilega kveður við ærandi hávaði og byggingin nötrar. Bílsprengja hefur verið sprengd utan við húsið. Andartaki fyrr hafði dularfullur pakki borist á stöðina, stílaður á Þórhall, reyndan rannsóknarlögreglumann, sem falið er að stýra rannsókn málsins. Síðar sama dag finnst roskinn maður myrtur á bílaverkstæði í Kópavogi.
Þórhallur og samstarfsfólk hans í rannsóknardeildinni eru undir mikilli pressu að upplýsa glæpina hratt og örugglega en fljótlega kemur í ljós að málin virðast teygja anga sína víðsvegar um samfélagið. Eru hryðjuverkamenn að láta til sín taka á Íslandi? Tengjast morðið og sprengingin? Af hverju kemur nafn efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar hvað eftir annað upp í tengslum við rannsókn málsins?
Jón Pálsson hefur áður sent frá sér ljóðabækur og skáldsögur en hér birtist fyrsta glæpasaga hans, þar sem spennandi atburðarás fléttast saman við leiðangur um íslenskt samfélag 21. aldar.