Útlagi
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2013 | 367 | 990 kr. | ||
Rafbók | 2013 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2013 | 367 | 990 kr. | ||
Rafbók | 2013 | 990 kr. |
Um bókina
Samantha er fimmtán ára og finnst hún hvergi eiga heima. Hún er ensk og hvít á hörund en talar svahílí og hefur búið í Tansaníu frá þriggja ára aldri. Hún þráir vináttu og kærleika en foreldrarnir hafa hvorki tíma né orku fyrir hana og henni leiðist í skólanum. Hún verður ástfangin af eldri manni sem reynist henni örlagaríkt; hún leiðist út í æ meiri vímuefnaneyslu og verður smám saman sinn versti óvinur.
Útlagi gerist í Tansaníu á níunda áratugnum og er fyrsta bók í þríleik Danans Jakobs Ejersbo um Afríku en þar ólst hann sjálfur upp að hluta.
„Bálkurinn allur er sannarlega stórvirki og opnar fyrir lesanda heim sem hvergi er að finna í samtímabókmenntum Evrópu,“ segir í eftirmála Páls Baldvins en þar segir hann einnig: „Jakob Ejersbo tókst ætlunarverk sitt. Hann skrifaði sinn mikla ópus, sína Jörð í Afríku.“
Útlagi vakti mikla athygli þegar hún kom út í Danmörku 2009 ekki síst vegna þess að skömmu áður lést höfundurinn úr krabbameini, fertugur að aldri.
5 umsagnir um Útlagi
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Hrá, hröð, óvægin, ögrandi og gríðarlega góð.“
Anna Lilja Þórisdóttir / Morgunblaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Í [Útlaga] eru rótlausir unglingarnir í brennidepli. Þeim líður illa, foreldrar eru of örvinglaðir, fjarrænir og oft andlega brotnir til að geta sett þeim almennileg mörk og eru oftar en ekki sjálfir skelfilegar fyrirmyndir barnanna sinna og koma illa fram við þau. Unglingarnir eiga erfitt með að átta sig á sinni flóknu sjálfsmynd enda mjög á flökti hvert sé raunverulega þeirra ídentítet. … Þetta er gott stöff, mjög margbrotið og býður upp á miklar pælingar. Bækur sem eiga erindi við umheiminn.”
Sigurður Ólafsson / bokabloggid.wordpress.com
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Myrk örlagasaga ungrar stúlku í miskunnarlausum heimi.”
Kolbrún Bergþórsdóttir / Morgunblaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Ejersbo tekst aðdáanlega að setja sig inn í hugarheim unglingsstelpu … Stíllinn er hrár og sannfærandi sem upplifanir unglings í kreppu og þýðing Páls Baldvins skilar honum yfir á sannfærandi talmál unglings á íslensku. Útlagi er ekki þægileg lesning en kröftug og vekur til umhugsanir um upplifanir og aðstæður sem lítið hafa verið kynntar hérlendis. … Vel skrifuð og umhugsunarvekjandi saga um aðstæður sem fáir Íslendingar hafa haft tækifæri til að kynnast.”
Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Ansi magnað.”
Egill Helgason / Kiljan