Útisýningarnar á Skólavörðuholti 1967-1972
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2017 | 192 | 6.490 kr. |
Útisýningarnar á Skólavörðuholti 1967-1972
6.490 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2017 | 192 | 6.490 kr. |
Um bókina
Útisýningarnar á Skólavörðuholti 1967-1972 voru fyrstu sýningar á skúlptúr sem haldnar voru í opinberu rými á Íslandi og ollu þær straumhvörfum í þrívíðri myndlist. Sýningarnar voru alls fimm talsins og voru haldnar að frumkvæði Myndlistaskólans í Reykjavík.
Rúmlega fjörutíu listamenn á aldrinum 17 – 75 ára tóku þátt en sýnd voru um 130 verk. Eldri kynslóð virtra listamanna, ungir róttækir listamenn, listnemar og áhugamenn sýndu hlið við hlið verk sem spönnuðu mikla vídd í aðferðarfræði, inntaki og efni. Andi og hugsjónir 1968 kynslóðarinnar sveif yfir vötnunum – samvinna, bjartsýni, sköpunarkraftur, og gagnrýnin hugsun en einnig sterkur vilji til að gera myndlist sýnilegri í borgarmyndinni og ná til hins almenna borgara.
Í þessari bók er rakin saga sýninganna en einnig er fjallað um forsögu þeirra og sögu Myndlistaskólans í Reykjavík. Í bókinni er fjöldi mynda af listaverkunum á Skólavörðuholti sem sumar hverjar hafa aldei birst áður.
Höfundar texta eru Inga S. Ragnarsdóttir myndlistarmaður Kristín G. Guðnadóttir listfræðingur og Markús Andrésson deildarstjóri sýninga og miðlunar í Listasafni Reykjavíkur á einnig innlegg í bókinni en Áslaug Thorlacius skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík ritar inngang.