Upphafið – forsaga lífsins
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2012 | 512 | 8.990 kr. |
Upphafið – forsaga lífsins
8.990 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2012 | 512 | 8.990 kr. |
Um bókina
„Það er hvorki sterkasta tegundin né sú snjallasta sem lifir af heldur sú sem mesta aðlögunarhæfni hefur.“
Charles Darwin
Upphafið er heillandi yfirlit yfir milljóna ára sögu lífsins á jörðinni. Í bókinni er að finna ótal glæsilegar myndir þar sem sjá má furðulegar skepnur, sérkennilegar beinagrindur og margslungna steingervinga, og nýjustu vísindarannsóknir eru nýttar til þess að gefa glögga mynd af hundruðum útdauðra tegunda, allt frá elstu og frumstæðustu lífverum til hinna miklu risaeðla, fornra spendýra og jafnvel fyrstu mannanna.
Upphafið spannar jarðsöguna frá fyrstu tíð og þar til maðurinn kom fram á sjónarsviðið. Mögnuð þróunarsaga margbreytilegs lífsins á jörðinni er rakin í máli og myndum, og gerð grein fyrir hundruðum tegunda, allt frá örsmáum bakteríum til hinnar ógurlegu grameðlu.
Upphafið er metnaðarfullt og frumlegt verk þar sem greint er frá ótrúlegri fjölbreytni lífsins á jörðinni með nýstárlegum hætti. Greinargóður texti ásamt stórbrotnum myndum gera bókina að ómissandi uppsláttarriti fyrir alla.
Áður komnar út í sömu ritröð:
Jörðin, Maðurinn, Dýrin, Sagan, Alheimurinn og Vísindin.
Karl Emil Gunnarsson þýddi.