Uppgjör: Jack Reacher #19
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2018 | 404 | 3.490 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2023 | App | 1.990 kr. | ||
Rafbók | 2018 | 990 kr. |
Uppgjör: Jack Reacher #19
990 kr. – 3.490 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2018 | 404 | 3.490 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2023 | App | 1.990 kr. | ||
Rafbók | 2018 | 990 kr. |
Um bókina
Jack Reacher er oftast einn á ferð og enginn segir honum fyrir verkum. En þegar félagar úr hernum biðja um aðstoð eftir furðulegt banatilræði við Frakklandsforseta flýgur hann yfir hafið, og í París hefst leit að tilræðismanninum. Sem gæti mjög vel verið gamall kunningi. Eða reyndar fjandmaður. Og heimsins besta skytta.
París reynir á þolrifin og skotmaðurinn kemst undan. Í London er leiðtogafundur í uppsiglingu og allir á nálum þar sem leyniskytta gengur laus. Og þangað heldur Reacher — nú í fylgd Casey Nice, ungrar konu sem á að aðstoða hann. Eða líta eftir honum. Saman eru þau magnað teymi, en liðið sem þau eiga í höggi við er sannarlega ekkert að grínast.
Lee Child er meistari spennusögunnar og hefur skrifað fjölda geysivinsælla bóka um Reacher, harðjaxl allra harðjaxla. Uppgjör er sú ellefta sem kemur út á íslensku.
Björn Garðarsson þýddi.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 14 klukkustundir og 15 mínútur að lengd. Hinrik Ólafsson les.
6 umsagnir um Uppgjör: Jack Reacher #19
Eldar –
„Enginn sér við Jack Reacher (…) Hann nýtur samt ekki alltaf sannmælis, en þótt hann eigi misjafna daga fer hann á kostum í uppgjörinu og stendur upp sem sigurvegari. Hvernig sem á það er litið.“
Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið
Eldar –
„Jack Reacher er mættur aftur, sprkari en nokkru sinni fyrr (…) Þetta er verulega fín spennubók og margt sem kemur á óvart. Reacher er flott persóna, karlmennskan uppmáluð en laus við aklla karlrembu.“
Guðríður Haraldsóttir / Vikan
Elín Pálsdóttir –
„Sú besta til þessa.“
Stephen King
Elín Pálsdóttir –
„Child er spennunni trúr … eins og úr smiðju Hitchcocks.“
Guardian
Elín Pálsdóttir –
„Herðir hjartsláttinn til muna — meiri háttar.“
Independent
Elín Pálsdóttir –
„Ef það ætti að drepa mig við sólarupprás mundi ég eyða nóttinni í að lesa spennusögu um Jack Reacher.“
New York Times