Undur yfir dundu: Frásagnir af Kötlugosum 1625–1860
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2018 | 313 | 2.990 kr. |
Undur yfir dundu: Frásagnir af Kötlugosum 1625–1860
2.990 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2018 | 313 | 2.990 kr. |
Um bókina
Fuglar loftsins smáir og stórir misstu sína rétta og eiginlega raust, flug og burði. Þeir væluðu og emjuðu álíka og þá ein kvalin manneskja svo sem í dauðans hættu og fári lengi hrekst eður stödd vera kann. Þeir þorðu og ekki heldur upp í loftið að fljúga vegna þeirra hljóða og eldgangs er í loftinu voru, heldur með sinni emjan og sorgarkvaki skriðu eða flöktu með jörðunni, álíka og þá fuglaungar fyrst flug læra.
Með slíku orðalagi lýsti Þorsteinn Magnússon áhrifum Kötlugoss í september 1625. Mögnuð frásögn hans er gefin út í þessari bók í tveimur gerðum og er önnur þeirra áður óútgefin. Einnig eru í bókinni frásagnir sjónarvotta um næstu fimm eldgos í einni stærstu og mikilvirkustu eldstöð á Íslandi og ógurleg jökulhlaup sem fylgdu. Þessi gos urðu árin 1660, 1721, 1755, 1823 og 1860.
Meðal höfunda eru séra Jón Steingrímsson, sem kom fyrst í Mýrdalinn á fyrstu dögum gossins 1755, og Sveinn Pálsson læknir sem fylgdist grannt með gosinu 1823. Í inngangi fjallar Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, um gosin, höfundana og ritsmíðarnar, jafnframt því sem hann gerir grein fyrir handritum sem voru notuð við útgáfuna. Bókin kemur út á vegum Kötlu jarðvangs í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá síðasta eldgosi í Kötlu.
Már Jónsson bjó til prentunar.