Undirgefni
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2016 | 273 | 990 kr. | ||
Rafbók | 2016 | 490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2016 | 273 | 990 kr. | ||
Rafbók | 2016 | 490 kr. |
Um bókina
Í kosningunum vorið 2022 sigrar formaður Bræðralags múslíma, Múhameð Ben Abbes, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar, Marine le Pen, og verður þar með forseti Frakklands fyrstur múslíma. François er háskólakennari á fimmtugsaldri sem býr einn og lifir að mestu á tilbúnum réttum. Hann er sérfræðingur í nítjándu aldar höfundinum J.K. Huysmans og kennir við Sorbonne. Hann verður annaðhvort að laga sig að nýjum aðstæðum og gerast múslími – því nú lýtur allt lögmálum íslams – eða fara á rífleg eftirlaun. François er á báðum áttum og reynir að finna fótfestu í eigin hefðum en svo tekur líf hans óvænta stefnu …
Skáldsagan Undirgefni eftir Michel Houellebecq sprettur beint upp úr samtímanum og spyr áleitinna spurninga um grunngildi vestrænna samfélaga á ólgutímum og viðbrögð fólks við gjörbreyttum aðstæðum.
Bókin kom út í Frakklandi í ársbyrjun 2015, vakti gríðarlega athygli og var á metsölulistum þar vikum saman. Hún hefur nú verið þýdd á fjölmörg tungumál og hvarvetna hlotið lofsamlega dóma.
Friðrik Rafnsson íslenskaði.
7 umsagnir um Undirgefni
Elín Pálsdóttir –
„Houellebecq er frábær stílisti sem hefur jafnframt mikið vald á frásögninni og umhverfi hennar í heild. Hann veitir lesendum djúpa innsýn í sálarlíf aðalpersónu sinnar og kryfur hana sem og samfélagið til mergjar … Undirgefni er marglaga skáldsaga sem heimurinn er rétt að byrja að lesa og Houellebecq er ögrandi, skemmtilegur, stríðinn og spennandi höfundur … Það er því mikið fagnaðarefni að bókin skuli nú þegar vera komin út í framúrskarandi íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar … Undirgefni er bók sem skiptir máli og á erindi við vestrænt samfélag samtímans … Algjörlega mögnuð bók sem tekur á viðkvæmustu málefnum líðandi stundar sem og stöðu og þróun samfélagsins.“
Magnús Guðmundsson / Fréttablaðið
Elín Pálsdóttir –
„Í þessari skáldsögu er margt undir og ótal spurningar vakna með lesandanum. Sagan er hugvitssamlega sögð … Undirgefni er merkileg saga og mikilvæg fyrir umræðuna, á margvíslegan hátt … bók sem fólk á að lesa, hugsa um og ræða. Því eins og hér er sýnt fram á þá getur allt gerst.“
Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið
Elín Pálsdóttir –
„Óskaplega merkileg og flott bók og skemmtileg. Ég las hana algjörlega eins og reifara og velti fyrir mér hvernig í ósköpunum þetta færi eiginlega … “
Þorgeir Tryggvason / Kiljan
Elín Pálsdóttir –
„Merkilega margbrotin bók … Stórmerkileg bók.“
Egill Helgason / Kiljan
Elín Pálsdóttir –
„Mér finnst þetta vera bók sem maður vill lesa aftur.“
Sunna Dís Másdóttir / Kiljan
Elín Pálsdóttir –
„… ef til vill mikilvægasta bók ársins.“
Time
Elín Pálsdóttir –
„Enginn samtímahöfundur á brýnna erindi.“
Evening Standard