Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Úlfshjarta
Útgefandi: JPV
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2013 | 299 | 3.390 kr. | ||
Rafbók | 2013 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2013 | 299 | 3.390 kr. | ||
Rafbók | 2013 | 990 kr. |
Um bókina
Það er haust í Reykjavík. Alexander er hættur í menntaskóla og vinnur á kókbílnum. Vinnan er ömurleg, bílstjórinn óþolandi og það eina sem gerir vinnudaginn bærilegan er tilhugsunin um stefnumótið við Védísi um kvöldið – bíóferð og kannski eitthvað meira … vonandi. En aldagömul öfl eru á sveimi, óvænt atburðarás fer í gang og fyrr en varir leynast hættur við hvert fótmál.
Stefán Máni hefur notið mikilla vinsælda hér heima og erlendis fyrir skáldsögur sínar. Í Úlfshjarta er hann á nýjum slóðum; spennan er í hámarki eins og aðdáendur hans þekkja en umfjöllunarefnið er nýstárlegt og ævintýralegt.
3 umsagnir um Úlfshjarta
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Frábær bók, mjög skemmtileg, hélt athygli minni allan tímann.“
Birkir Örn Karlsson
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Sagan er vel sögð og mátulega spennandi, ofbeldi og kynlíf í hæfilegum skömmtum og hin aldagamla barátta þeirra sem eru á skjön við samfélagið skemmtilega sett fram. … á köflum er textinn með því besta sem Stefán Máni hefur skrifað. Það er ekkert slegið af kröfunum þótt ætlaður lesendahópur sé yngri en sá sem hann hefur áður skrifað fyrir. “
Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
****
„Stefán Máni, sem sumir vilja kalla Tarantino íslenskra bókmennta, er þekktur fyrir flest annað en að skrifa barn- eða unglingavænar bækur … en hér vendir hann kvæði sínu í kross og útkoman er þessi líka stórskemmtilega, ævintýralega og spennandi unglingabók … Persónur eru dregnar þéttum dráttum, krakkarnir flottir og trúverðugir, atburðarásin er hröð og töff og bókin öll hin skemmtilegasta. … Bókarlok gefa von um framhald og vonandi er það rétt skilið.“
Anna Lilja Þórisdóttir / Morgunblaðið