Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Úkk og Glúkk – Ævintýri kúng-fú-hellisbúa úr framtíðinni
Útgefandi: JPV
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2011 | 174 | 2.990 kr. |
Úkk og Glúkk – Ævintýri kúng-fú-hellisbúa úr framtíðinni
Útgefandi : JPV
2.990 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2011 | 174 | 2.990 kr. |
Um bókina
Úkk og Glúkk eru svölustu hellisbúastrákar steinaldarinnar. Árið 500.001 f.Kr. una þeir glaðir við sitt í þorpinu sínu, Hellisgerði, þegar sóðalegt risafyrirtæki úr framtíðinni ræðst inn í líf þeirra. Strákarnir og risaeðlukrílið Lilja snúa vörn í sókn og ferðast um tímagöng allt til ársins 2222 e.Kr. Þau eignast nýja vini, læra kúng-fú og berjast við hroðaleg illmenni framtíðarinnar. En stóra spurningin er: Tekst þeim að bjarga fortíðinni? Og um leið okkur í nútíðinni?
Georg og Haraldur eru höfundar myndasögunnar um Úkk og Glúkk, þeir sömu og sömdu sögurnar um Kaftein Ofurbrók í samnefndum bókum eftir Dav Pilkey.
Aukaefni: Lærið hellisbúamál! Auðvelt! Gaman! Pirrar fullorðna!
2 umsagnir um Úkk og Glúkk – Ævintýri kúng-fú-hellisbúa úr framtíðinni
Kristrun Hauksdottir –
„Skemmtilega sett fram (sem teiknimyndasaga), góð fyrir krakka á öllum aldri, fyndin og skemmtilegar persónur.“
Bessi Þór Sigurðarson 12 ára / Hafnarfjörður (19. tbl/1.árg)
Kristrun Hauksdottir –
„Framvindan er einkar geggjuð, en þó samhengi í geggjuninni. teikningar eru bráðvel heppnaðar og ekki skemmta flettibíó í bókinni, þar sem lesandinn getur gætt frásöguna lífi með því að fletta hratt fram og aftur á tilteknum stöðum. Sagan af fóstbræðrunum Úkk og Glúkk er hin besta skemmtun.“
Árni Matthíasson / Morgunblaðið