Tröllin í fjöllunum: 35 sögur úr safni Jóns Árnasonar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2016 | 151 | 2.590 kr. |
Tröllin í fjöllunum: 35 sögur úr safni Jóns Árnasonar
2.590 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2016 | 151 | 2.590 kr. |
Um bókina
Safn Jóns Árnasonar af íslenskum þjóðsögum og ævintýrum geymir kynngimagnaðar sögur af fólki, hulduverum og furðuskepnum sem Íslendingar hafa sagt hver öðrum kynslóð fram af kynslóð. Hér hefur Silja Aðalsteinsdóttir valið fáeinar úrvalssögur úr þessu mikla safni sem Fífa Finnsdóttir skreytir töfrandi myndum. Bók sem öll fjölskyldan getur notið saman.
Jón Árnason (1819–1888) var íslenskur fræðimaður, fyrsti landsbókavörður Íslands og fyrsti forstöðumaður Forngripasafns Íslands. Undir áhrifum frá Grimms-bræðrum hóf hann að safna þjóðsögum og ævintýrum sem landar hans höfðu sagt hver öðrum öldum saman. Stórvirki hans með þessu efni kom út í tveimur bindum sem prentuð voru í Leipzig í Þýskalandi 1862 og 1864. Síðar kom þjóðsagnasafn Jóns út í enn stærri útgáfu, í sex veglegum bindum sem prentuð voru í Reykjavík á árunum 1954 til 1961. Enn í dag er það mikilvægasta safn Íslenskra þjóðsagna og ævintýra sem út hefur komið.