Í heimsstyrjöldinni síðari er hópi manna haldið föngnum í þýskum fangabúðum. Dag einn fá fangarnir að vita að þrír þeirra verði teknir af lífi. Í hópnum er franskur lögfræðingur sem leggur á ráðin um að komast undan aftöku. Honum tekst það. En brátt kemur í ljós að hann muni þurfa að súpa seyðið af ráðabrugginu það sem eftir er ævinnar. Ógleymanleg og spennuþrungin skáldsaga sem „verðskuldar sæti á topplista yfir bestu bókmenntir heims innblásnar af styrjöldinni“ (Houston Chronicle). Sagan var upphaflega samin sem kvikmyndahandrit og fylgir höfundur henni úr hlaði með inngangi þar sem hann lýsir meðal annars hugmyndum að tveimur öðrum kvikmyndum. Graham Greene (1904–1991) var einn fremsti skáldsagnahöfundur Breta á tuttugustu öld. Meðal helstu skáldsagna hans sem komið hafa út á íslensku eru Hægláti Ameríkumaðurinn, Trúðarnir og Mátturinn og dýrðin en óþýddar eru til dæmis The Heart of the Matter, Brighton Rock og Our Man in Havana.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar