Þitt eigið ævintýri
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2017 | 342 | 2.990 kr. | ||
Rafbók | 2018 | 990 kr. |
Þitt eigið ævintýri
990 kr. – 2.990 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2017 | 342 | 2.990 kr. | ||
Rafbók | 2018 | 990 kr. |
Um bókina
Þitt eigið ævintýri er fjórða bókin í hinum sívinsæla Þín eigin-bókaflokki, sem hefur hlotið bæði Bókaverðlaun barnanna og Bóksalaverðlaunin.
Bók sem virkar eins og tölvuleikur því þú ræður hvað gerist!
Þitt eigið ævintýri er öðruvísi en aðrar bækur. Hér ert þú söguhetjan og ræður ferðinni. Sögusviðið er stórhættulegur ævintýraskógur, stútfullur af furðuverum og óvættum. Muntu enda í úlfsmaga eða læturðu glepjast af girnilegu piparkökuhúsi? Viltu klifra upp risastóra baunagrasið eða nær þyrnigerðið að krækja í þig? Þitt er valið!
- Yfir 50 mismunandi endar.
- Sögulok spanna allt frá eilífri hamingju til skyndilegs bana.
- Ævintýralega góð skemmtun fyrir alla krakka.
Ævar Þór Benediktsson er einn vinsælasti barnabókahöfundur landsins og hefur einnig búið til barnaefni fyrir bæði sjónvarp og útvarp. Í ár var hann valinn í AARHUS39, hóp 39 bestu barnabókahöfunda Evrópu undir fertugu. Meistaralegar myndir gerir Evana Kisa.