Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Tíminn á leiðinni
Útgefandi: MM
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2022 | 82 | 4.290 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2022 | 82 | 4.290 kr. |
Um bókina
Tíminn á leiðinni er ellefta ljóðabók höfuðskáldsins Steinunnar Sigurðardóttur. Meginstef hennar er tíminn sjálfur, ýmist gjöfull eða grimmur; kynslóðir sem koma og fara, árstíðir, upphaf og endalok – horft er bæði inn á við og út í heiminn, á náttúruna, lífið sjálft. Ljóðmálið er leikandi létt og hnitmiðað, myndir dregnar skýrum og oft óvæntum dráttum, kaldhæðni og djúp alvara vegast á í skörpum og kjarnmiklum ljóðum.
2 umsagnir um Tíminn á leiðinni
embla –
„En það er ljómandi gaman að sökkva sér í svona sterklitaðar vangaveltur um tilgang lífsins, dregnar dráttum sem kalla á augað, enda er tímanum þá vel varið.“
Gauti Kristmannsson / Víðsjá
embla –
„Steinunn sýnir í þessu verki hvað hún hefur skemmtilegan orðaforða á valdi sínu; hversdagsleg orð, sjaldséð orð og orð sem hún virðist draga úr brunni sinnar eigin sköpunargleði. Hún hefur gott lag á því að raða þessum orðum í röð eins og perlum á band, þannig að úr verði fallegar myndir.“
Ragnheiður Birgisdóttir / Morgunblaðið