TMM 4. hefti 2019

Útgefandi: MM
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2019 143 2.490 kr.
spinner

TMM 4. hefti 2019

Útgefandi : MM

2.490 kr.

TMM 4. hefti 2019
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2019 143 2.490 kr.
spinner

Um bókina

Ársins 2019 verður án efa minnst fyrir það hvernig umræðan um hamfarahlýnun af mannavöldum braust þá út af fullum krafti í öllum kimum mannlífsins, ekki síst vegna sístækkandi hóps barna og ungmenna sem fylkja sér að baki sænsku unglingsstúlkunnar Gretu Thunberg. Hún hóf skólaverkfall sitt í þágu loftslagsins alein við sænska þinghúsið fyrir ríflega 14 mánuðum og tókst á undraskömmum tíma að virkja ungmenni um allan heim með sér í að krefja stjórnvöld um aðgerðir í loftslagsmálum. Þegar þessi orð eru skrifuð er Greta á ferð um Ameríkurnar að tala máli náttúrunnar og vekur hvarvetna aðdáun þar sem hún kemur, en einnig úlfúð, ekki síst meðal íhaldssamra ráðamanna og þeirra sem hagsmuna eiga að gæta.

Þetta túlka tveir listamenn frábærlega hér í heftinu, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir með firnasterkri kápumynd og Sindre Skeie með ljóðinu „Vertu ekki svona reið“. Auður Jónsdóttir dregur í hugvekju sinni upp mynd af Gretu og fleiri eldhugum og allt er á floti í smásögu Aðalsteins Emils Aðalsteinssonar, „Að morgni hins mikla flóðs“. Jafnvel má finna tengingar við loftslagsbarnaherinn í ljóðum Ágústínu Jónsdóttur sem slá upptaktinn að heftinu, þar sem ort er um börn, sögur og skóga.

Annars er efnið að þessu sinni úr öllum áttum. Úlfhildur Dagsdóttir greinir áhrif bandaríska höfundarins H.P. Lovecrafts á afþreyingarefni samtímans á meðan Þorsteinn Vilhjálmsson les sundurleit gögn um svipleg örlög úr kassa á Landsbókasafninu eins og þau væru ævisaga; Halla Þórlaug Óskarsdóttir tók hús á Gerði Kristnýju og ræddi við hana um skáldskap og blaðamennsku og fjallað er um verk eftir Matthías Johannessen, Gyrði Elíasson, Jón Thoroddsen, Ófeig Sigurðsson og nýútkomnar smásögur Rögnu Sigurðardóttur. Þá eru í heftinu sögur og ljóð eftir þaulreynda höfunda í bland við nýliða, auk manifestós ljóðakollektívsins Svikaskálda og ítarlegrar úttektar á fyrirbærinu smárri smásögu – sem meðal annars er boðið upp á að kalla mjónu, dropa eða skordýr.

Við óskum ykkur ánægjulegra stunda með síðasta hefti ársins.

Elín Edda Pálsdóttir og Sigþrúður Gunnarsdóttir

Tengdar bækur

Products not found

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning