TMM 2. hefti 2021

Útgefandi: MM
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2021 143 2.690 kr.
spinner

TMM 2. hefti 2021

Útgefandi : MM

2.690 kr.

TMM 2. hefti 2021
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2021 143 2.690 kr.
spinner

Um bókina

Skáldskapur af ýmsu tagi fær drjúgan sess í þessu tölublaði Tímaritsins sem hefst á einlægri ósk Kristínar Ómarsdóttur um að vera gömul kona sem smjattar á tungumálinu og ber skartgripi sína hvorki sem hengingarólar né handjárn. Við erum stoltar af því að fá að birta verðlaunaljóð Þórdísar Helgadóttur, „Fasaskipti“, en auk þess yrkja í heftið Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Fríða Ísberg, Díana Sjöfn Jóhannsdóttir, Kari Ósk Grétudóttir og Sigurjón Bergþór Daðason. Áfram hljóma raddir skálda af erlendum uppruna sem búsett eru hér á landi, til viðbótar við hugvekju Ewu Marcinek birtast hér sögur eftir Helen Cova frá Venesúela og Elenu Ilkova frá Makedóníu. Föðurhlutverkið er í brennidepli í sögum Sigurlínar Bjarneyjar Gísladóttur og Björns Halldórssonar en Eyþór Gylfason fer með okkur inn í apótek sumarið 1914 þegar blikur eru á lofti.

Í ár er hálf öld liðin frá því að fyrstu íslensku miðaldahandritunum var skilað frá Kaupmannahöfn og af því tilefni rifjar Bragi Þorgrímur Ólafsson upp aðdraganda handritamálsins, sem er líklega lengri en flesta órar fyrir. Kristján Hrafn Guðmundsson skoðar Níu þjófalykla Hermanns Stefánssonar í ljósi kenninga um hugsanlega heima í frásagnarfræði og ekki ósennilegt að einhverjir lesendur rifji upp þessa 17 ára gömlu skáldsögu eftir að hafa lesið greinina. Rúnar Helgi Vignisson dembir lesendum svo á bólakaf í samtímaumræðuna í grein sinni um útilokunarmenningu og hatursorðræðu á netinu og dregur þar upp flókna mynd af samspili frjálsrar tjáningar og persónufrelsis.

Innblásin af fjörugri baráttu fyrir nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland segir Unnur Birna Karlsdóttir sagnfræðingur sögu kvenréttindafrömuðarins Olympe de Gouges og sýnir hvernig hún hefði með réttu átt að vera einn af skröddurum þeirra lýðræðisumbóta sem fólust í frönsku byltingunni en varð þess í stað fórnarlamb hennar. Það fá ekki allar konur að verða gamlar.

Tengdar bækur

Products not found

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning