Tímarit Máls og menningar – 4. tbl. 2022

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2022 144 2.890 kr.
spinner

Tímarit Máls og menningar – 4. tbl. 2022

2.890 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2022 144 2.890 kr.
spinner

Um bókina

„Það er ekki mikil eftirspurn eftir kampavíni í Úkraínu núna,“ segir úkraínski höfundurinn Andrej Kúrkov meðal annars í stríðsdagbók sinni, en í köflunum tveimur sem úr henni birtast hér í heftinu, í þýðingu Jóns Halls Stefánssonar, er eftir sem áður varpað upp ótrúlega hversdagslegri mynd frá Úkraínu. Lífið heldur víst áfram þótt stríð geisi. Og lífið heldur líka áfram þótt hið óhugsandi gerist, eins og lesa má um í ljóði úkraínska skáldsins Serhíj Zjadan, í þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur: „Fyrir hvern barðist hann? spurði ég. Við vitum það ekki, segja þau. / Hann barðist fyrir einhvern, segja þau, en fyrir hvern – veit það einhver?“ Bókmenntir leysa kannski ekki átök eins og þau sem nú geisa austast í álfunni en það er dýrmætt að skáld og rithöfundar dragi upp af þeim mynd sem er önnur en sú sem við sjáum í daglegum fréttum og erum orðin svo vön að brynja okkur fyrir.

Efni heftisins er annars að venju fjölbreytt. Þar eru ljóð og sögur eftir Sofie Hermansen Eriksdatter, Arndísi Þórarinsdóttur, Véstein Lúðvíksson, Rúnar Helga Vignisson, Ágúst Borgþór Sverrisson, Guðrúnu Ingu Ragnarsdóttur, Ægir Þór Jahnke og Örn Elvar Arnarson. Viðar Hreinsson fjallar um Systu sögu Steinunnar Sigurðardóttur, Sigrún Margrét Guðmundsdóttir rýnir í sögusvið Mánasteins eftir Sjón, Þorbjörg Þorvaldsdóttir bregður upp hvernig hægt er að gera tungumálið kynhlutlaust og af hverju margt fólk leitast nú við að breyta máli sínu í þá átt, Guðrún Steinþórsdóttir sýnir okkur breytinguna sem verður á múmínmömmu á milli tveggja síðustu bókanna um fjölskylduna ljúfu í múmíndal, og Anton Helgi Jónsson og Þorvaldur Sigurbjörn Helgason lýsa hvor með sínum hætti áhrifum sem þeir hafa orðið fyrir af ljóðum annarra skálda. Fjallað er um þrjár nýjar bækur, Auðlesin eftir Adolf Smára Unnarsson, Sterk eftir Margréti Tryggvadóttur og Óskilamuni Evu Rúnar Snorradóttur.

Í fjórðu og síðustu hugvekju sinni býður Jónas Reynir Gunnarsson lesendum upp á magnþrungna lestrarreynslu og þökkum við ritstýrur honum fyrir samfylgdina á árinu. Jónas á jafnframt kápumynd heftisins sem tekin er við Veröld – hús Vigdísar. Við vonum að lesendur njóti þess að sökkva sér í veröld Tímaritsins.

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Tímarit Máls og menningar – 4. tbl. 2022”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur

Products not found

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning