Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Þvingun
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2023 | 303 | 7.290 kr. | ||
Rafbók | 2023 | - | 3.690 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2023 | 303 | 7.290 kr. | ||
Rafbók | 2023 | - | 3.690 kr. |
Um bókina
Maður finnst myrtur í sumarbústað við Laugarvatn og sú sem kemur að honum er Magga, dóttir Adams sálfræðings og Soffíu rannsóknarlögreglukonu. Mál fara að flækjast þegar í ljós kemur að einn skjólstæðingur Adams hefur fengið hótunarbréf sem tengist þessu morði og fyrr en varir er Adam enn á ný kominn hálfnauðugur í hlutverk aðstoðarmanns sinnar eldhressu, lakkrísbryðjandi fyrrverandi eiginkonu. Í ofanálag ágerist heilabilun móður hans sífellt og leyndarmálið um Jenný leitar upp á yfirborðið.
Jónína Leósdóttir hefur skrifað á þriðja tug bóka og er ekki síst þekkt fyrir vinsælar glæpasögur sínar um Eddu á Birkimelnum. Þvingun er þriðja bók hennar um Adam og Soffíu, en þeim fyrri hefur verið afar vel tekið.
1 umsögn um Þvingun
embla –
„Jónína heldur sig við mjúka krimma, en í aðra röndina er Þvingun samfélagsádeila.“
Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið