Þessi týpa
Now go add some variable products!
Now go add some variable products!
Um bókina
Það er vor í lofti í Reykjavík, með tilheyrandi væntingum. Hörkusókn fyrrverandi kærasta slær Bryndísi út af laginu, Regína fær langþráða stöðuhækkun, Inga skipuleggur stóra daginn með aðstoð manískra brúðkaupsbloggara og Tinna fer heim með manni sem sefur á gúmmílaki.
En líf þeirra snýst ekki um strákaleit. Vináttan er teygð og toguð, kynhneigðir endurskilgreindar, prinsipp brotin, sjálfsmyndir styrktar og farið á sveitaball. Stundum er grenjað en oftar veinað af hlátri.
Björg Magnúsdóttir er stjórnmála og menningarfræðingur sem bæði hefur unnið í sjoppu og starfað sem fréttamaður. Hún vakti verðskuldaða athygli fyrir fyrstu skáldsögu sína, Ekki þessi týpa, árið 2013. Þessi týpa er sjálfstætt framhald.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 6 klukkustundir og 25 mínútur að lengd. Höfundur les.
„Björg skapar trúverðugar persónur, söguhetjur sem eru viðkunnanlegar og ef ekki viðkunnanlegar þá skiljanlegar. Þær eru ekki heimskar, klaufskar, ofurgreindar, fulkomnar. Nei, vinkonur hennar Bjargar eru yndislega venjulegar … Það er afskaplega sjaldgæft að ég finni í bókum jafngóðar lýsingar á vinkonum og Björg hefur í bókum sínum … Björg fer á kostum á köflum í seinni hluta bókarinar í lýsingum á sálarlífi kvenna sem allar glíma við erfiðar aðstæður … mér virðist sem afskaplega áhrifarík nútímaskáldsaga sé grafin í seinni helmingi þessarar skvísubókar.“
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir / Orð um bækur
***/****
„Klárlega sumarsmellurinn í ár,”
Trausti Þorgeirsson / 52 bækur
*** 1/2
„Vel skrifaðir karakterar, sem fá hér aukna dýpt … Björg veigrar sér ekki við að vera óþægileg og áleitin og á svo sannarlega hrós skilið fyrir það … skemmtileg og prýðilega vel skrifuð bók með sérlega vel sköpuðum persónum.“
Anna Lilja Þórisdóttir / Morgunblaðið
***
„Djöfull er hart að vera ung kona í Reykjaík, og kostulegt. Nánast súrrealískt … Vinkonurnar fjórar ganga í gegnum ótal margt, sem eflaust margar konur kannast við, og búa í samfélagi sem raðar körlum á toppinn. Björg notar skæðan húmor til að varpa ljósi á þennan kúltúr og gengur alltaf skrefinu lengra en hún þarf. Það er það allra besta við bókina … Sterkar myndir sem er hreinlega ekki hægt að afmá eftir lestur.“
Kristjana Guðbrandsdóttir / DV
„Ákaflega vel skrifuð og skemmtileg saga af óvenjulegu lífi fjögurra venjulegra vinkvenna sem virðast einhvern veginn geta lent í hverju sem er. Fléttan er þétt og húmorinn er er aldrei langt undan.“
Marta María, Smartland
„Þessi týpa er virðingarverð tilraun til að skila veruleika ungra kvenna á Íslandi inn í bókmenntirnar. Ágætlega skrifuð og persónurnar sympatískar, auk þess að vera týpur sem við öll könnumst við úr umhverfi okkar. Björg er fínasti penni með góðar hugmyndir og óskandi að hún haldi áfram að þróa stíl sinn og frásagnargleði …“
Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið
“Það geta allir sama á hvaða aldri eða kyni þeir eru haft gaman af þessari bók, hún er með góðum húmor og auðlesin.“
Fannar Sveinsson, hraðfréttamaður
***
„… mér finnst Björg hafa eflst frá síðustu bók … Þetta er fín bók til að lesa á ströndinni eða í lestinni í sumarleyfinu.“
Anna Kristín Halldórsdóttir /
„Þessi týpa er ótrúlega vönduð Chic-Lit bók. Björgu Magnúsdóttur tekst hér virkilega vel að blanda saman gríni og alvöru og hefur að mínu mati þroskast heilmikið frá því að fyrri bókin kom út … Hver kafli í bókinni er nefndur eftir þeirri vinkonu sem á orðið en það gerir það að verkum að við fáum að upplifa sömu atburðarás sögunnar frá mörgum hliðum og með mismunandi áherslum. Hver þessara vinkvenna á sína eigin sögu innan bókarinnar en þær ná að fléttast saman á virkilega skemmtilegan hátt og mynda frábæra heild.“
Kolbrún Ósk Skaftadóttir /
Um Ekki þessi týpa:
„Hressileg og drepfyndin skvísusaga. Velheppnuð blanda af Sex and the City og Girls með dassi af alíslenskum hallærisgangi.“
Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið
„Hressilega skrifuð og skemmtilega flippuð bók!“
Guðrún J. Halldórsdóttir / Pjatt.is