Þessi sárfátæka sveit – Lausafjáreign íbúa í Grindavík og Krísuvík 1774–1824
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2018 | 267 | 2.990 kr. |
Þessi sárfátæka sveit – Lausafjáreign íbúa í Grindavík og Krísuvík 1774–1824
2.990 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2018 | 267 | 2.990 kr. |
Um bókina
Blá peysa með látúnshnöppum, önnur með tinhnöppum og þriðja með beintölum. Sortuð mussa, tvíhnepptur brjóstadúkur og prjónabuxur. Hvítar nærbuxur, síðhempa og fernir sokkar. Kvenhempa, höttur og skyrtur þrjár, blá peysa og gamall upphlutur. Bláir vettlingar og tveir bláir treflar. Tveir bláir klútar, þriðji rauðstöfóttur, fjórði rauðröndóttur og fimmti bláröndóttur.
Þetta var fatnaður ungra hjóna sem létust með skömmu millibili árin 1812-1813 frá þremur dætrum; hún að ætla má úr sorg eftir að hann drukknaði. Í þessari bók birtast skrár yfir eftirlátnar eigur sextán kvenna og átján karla sem létust í Grindavík og Krísuvík undir lok 18. aldar og á fyrstu árum 19. aldar, þar á meðal fatnað, bækur, búsáhöld og verkfæri.
Þótt samfélag þessa tíma hafi ekki boðið upp á mikil tækifæri er hópurinn fjölbreyttur og við lesturinn myndast tilfinning fyrir brauðstriti alþýðufólks á örðugum árum, rúmri öld áður en uppgangur atvinnulífs hófst fyrir alvöru. Í inngangi er fjallað um aðstæður í Grindavíkurhreppi á tímabilinu og varðveisla heimilda útskýrð.