Þagnarmúr: Konráð #4
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2020 | 1.490 kr. | |||
Innbundin | 2020 | 303 | 3.490 kr. | ||
Mjúk spjöld | 2020 | 303 | 3.490 kr. | ||
Kilja | 2022 | 303 | 3.690 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2020 | App | 3.990 kr. |
Þagnarmúr: Konráð #4
1.490 kr. – 3.990 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2020 | 1.490 kr. | |||
Innbundin | 2020 | 303 | 3.490 kr. | ||
Mjúk spjöld | 2020 | 303 | 3.490 kr. | ||
Kilja | 2022 | 303 | 3.690 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2020 | App | 3.990 kr. |
Um bókina
Í steinhúsi í Reykjavík finnast hrottaleg leyndarmál múruð inn í kjallaravegg þar sem þau hafa legið áratugum saman hjúpuð þögn. Konráð, fyrrverandi lögreglumaður, leitast við að varpa ljósi á illvirki fortíðar en um leið beinist athygli lögreglunnar að honum sjálfum: Hvers vegna sagði hann ekki satt um atburði dagsins þegar faðir hans var myrtur? Hverju hefur hann þagað yfir öll þessi ár?
Þagnarmúr er átakanleg og margslungin glæpasaga um ofbeldi og varnarleysi, stórar fórnir og afdrifaríkar misgjörðir.
Arnaldur Indriðason hefur um langt árabil verið vinsælasti höfundur landsins og nýtur hylli langt út fyrir landsteinana. Bækur hans eru nú orðnar tuttugu og fjórar talsins. Þær hafa verið þýddar á yfir fjörutíu tungumál, selst í tugmilljónum eintaka og hafa fært höfundinum ótal verðlaun og viðurkenningar.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 8 klukkustundir og 23 mínútur að lengd. Stefán Hallur Stefánsson les.
Hér má hlusta á brot úr fyrsta kafla hljóðbókarinnar:
4 umsagnir um Þagnarmúr: Konráð #4
embla –
„Hann er fagmaður, hann kann þetta.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan
embla –
„Ofboðslega vel uppbyggð, hún er alveg meistaravel uppbyggð og hann sýnir hvað hann er sterkur höfundur.“
Sverrir Norland / Kiljan
embla –
„Arnaldur í essinu sínu, þéttofin flétta og rofnir þagnarmúrar hleypa leyndarmálum fram í dagsljósið.“
Brynhildur Björnsdóttir / Fréttablaðið
embla –
„Að sama skapi má segja að Þagnarmúr sé eins og marggreina jurt með sterkum stofni. […] Ekki verður bjartara í skammdeginu.“
Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið