Þegar heimurinn lokaðist: Petsamo-ferð Íslendinga 1940
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2020 | 320 | 5.690 kr. |
Þegar heimurinn lokaðist: Petsamo-ferð Íslendinga 1940
5.690 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2020 | 320 | 5.690 kr. |
Um bókina
Árið 1940 er heimurinn vígvöllur og hin skelfilegu átök seinni heimsstyrjaldarinnar í aðsigi. Eftir að hafa fengið leyfi Þjóðverja og Breta kappkostuðu íslenskir embættismenn að sigla öllum þeim Íslendingum, sem staddir voru á Norðurlöndunum og meginlandinu, heim til Íslands. Loks er þessi ótrúlega saga komin á bók.
Ferðir milli Íslands og Evrópu hafa lagst af vegna styrjaldarinnar sem hófst að hausti 1939 og víða um lönd eru Íslendingar sem þrá að komast heim. Eftir margra mánaða þrotlausa vinnu íslenskra embættismanna samþykkja loks Þjóðverjar og Bretar að senda megi stærsta skip okkar, Esjuna, til að sækja fólkið í einni ferð.
Þegar heimurinn lokaðist er sagan af fólkinu, þá þrjúhundruð Íslendinga, sem lagði í sögulega hættuför frá Norðurlöndum og meginlandi Evrópu til Petsamo við Norður-Íshafið og sigldi út á haf þar sem tundurdufl og kafbátar leyndust. Margir Petsamo-faranna höfðu lokið námi í vísindum og listum og áttu eftir að reynast landi og þjóð ómetanlegir á ýmsum sviðum mannlífsins á komandi áratugum.
Davíð Logi Sigurðsson hefur skrifað söguna af þessari frægustu siglingu aldarinnar.
Bókin er prýdd tugum einstakra ljósmynda sem ekki hafa komið fyrir sjónir almennings áður.