Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Þættir af séra Þórarinum og fleirum
Útgefandi: VH
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 147 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2016 | 990 kr. |
Þættir af séra Þórarinum og fleirum
Útgefandi : VH
990 kr. – 3.490 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 147 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2016 | 990 kr. |
Um bókina
Eins og heiti bókarinnar gefur til kynna geymir hún þætti – af séra Þórarinum og fleirum. Óhikað mætti kalla flesta þættina smásögur en fáeinir eru kannski fremur … þættir. Hvað sem því líður er hér á ferð lesefni sem bragð er að: beitt, fyndið, háalvarlegt og grípandi; eftirminnilegar persónur og sögulegir atburðir.
Í þáttunum þrettán er víða komið við og ólík viðfangsefni reifuð; sagt er frá hugkvæmni og nýsköpun, heilagleika og ættareinkennum, sorpritum og bernskubrekum, árangursblindu og yrkingum, svo fátt eitt sé nefnt. Og svo er það séra Þórarinn.
Nafni hans Eldjárn hefur skrifað fjölda ógleymanlegra smásagna og bætir hér enn í safnið af alkunnri list og glöggri sýn á menn og málefni.
5 umsagnir um Þættir af séra Þórarinum og fleirum
Árni Þór –
„Stílinn nýtur sín vel, hnyttnin, gríðarlegt vald yfir tungumálinu og óvænt út spil lygilegra hugmynda … húmor Þórarins er vissulega ein ástæðan fyrir langvarandi vinsældum hans hjá þjóðinni.“
Maríanna Clara Lúthersdóttir / Morgunblaðið
Árni Þór –
„Skemmtilegt!“
Sunna Dís Másdóttir / Kiljan
Árni Þór –
„Fyrir þá sem hafa gaman að Þórarni og hans sagnaheimi þá er fullt af skemmtilegum sögum þarna.“
Þorgeir Tryggvason / Kiljan
Árni Þór –
„Þetta þáttasafn passar vel inn í höfundaverk Þórarins Eldjárns, hnyttið og skemmtilegt með alvarleika í bland … Í þáttunum má sjá sterk sameiginleg einkenni við önnur verk Þórarins, þá sérstaklega hversu látlaus stíllinn er. Þættirnir minna oft á hugleiðingar um líðandi stund, dulbúnar sem skemmtisögur … Hér skín vel í orðheppni höfundarins sem potar ofurlétt í samtíma okkar, án þess þó að upphefja textann sjálfan.“
Guðrún Baldvinsdóttir / Víðsjá
Árni Þór –
„Sagnagleði og leiftrandi … góð lesning.“
Magnús Guðmundsson / Fréttablaðið