Sverris saga: Íslenzk fornrit XXX

Útgefandi: Hið Ísl. b
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2007 337 5.390 kr.
spinner

Sverris saga: Íslenzk fornrit XXX

Útgefandi : Hið Ísl. b

5.390 kr.

Sverris saga: Íslenzk fornrit XXX
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2007 337 5.390 kr.
spinner

Um bókina

Sverris saga er eitt af stórvirkjum íslenskra bókmennta, eins og Sigurður Nordal komst að orði. Þetta er samtímasaga, ævisaga Sverris Sigurðarsonar Noregskonungs (d. 1202), elsta veraldlega konungasagan sem varðveitt er í heild. Samkvæmt formála er upphaf sögunnar ritað af Karli ábóta Jónssyni í viðurvist Sverris sjálfs, sem „réð fyrir hvað rita skyldi“. Sagan er rituð af mikilli list og persónulýsing konungsins er ein sú skýrasta og blæbrigðaríkasta sem fyrirfinnst í fornum sögum.

Sverrir Sigurðarson ólst upp í Færeyjum og var þar settur til bókar og vígður til prests. Hann er samkvæmt sögunni 24 ára gamall þegar hann kemst að því að hann er í raun launsonur Sigurðar konungs Haraldssonar sem var auknefndur munnur, og þá býr hann ferð sína til Noregs til að „sjá hvað í vill gerast“. Átta árum síðar hefur hann lagt alla helstu andstæðinga sína að velli og er einn viðurkenndur konungur yfir öllum Noregi. Sverrir sat hins vegar ekki lengi á friðarstóli. Sífellt efldust ófriðarflokkar gegn honum, auk þess sem hann átti í hörðum deilum við kirkjuna og var bannfærður af páfa 1198. Sagan lýsir þessum átökum vel frá sjónarhóli Sverris. Þá eru í Viðauka þessarar útgáfu prentuð brot úr ýmsum samtímaheimildum sem varpa á þau ljósi úr öðrum áttum. Þessi rit eru svonefnd Ræða gegn biskupum sem rituð var undir handarjaðri Sverris sjálfs, Danasaga Saxa hins málspaka og þrjú ensk sagnarit frá því um 1200.

Meðal þess sem sagan hefur að geyma eru margar mjög merkilegar ræður sem Sverrir á að hafa flutt yfir mönnum sínum, og þarna er einnig lýst draumum Sverris og þeirri herstjórnarlist sem í fyllingu tímans lyfti þessum ókunna og allslausa presti frá Færeyjum upp í veldisstól norska konungsríkisins. Álit samtímamanna á list og heimildargildi sögunnar birtist í því meðal annars að allir síðari höfundar Noregskonungasagna, að Snorra Sturlusyni meðtöldum, ljúka umfjöllun sinni árið 1177, árið sem Sverrir gerðist foringi fámenns og illa búins hers Birkibeina og hóf að brjótast til valda.

Þorleifur Hauksson gaf út með inngangi og skýringum.

Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Þórður Ingi Guðjónsson.

Tengdar bækur