Svarti engillinn

Útgefandi: Ugla
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2022 307 3.690 kr.
spinner

Svarti engillinn

Útgefandi : Ugla

3.690 kr.

Svarti engillinn
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2022 307 3.690 kr.
spinner

Um bókina

Elo sat um stund og hikaði en snerti síðan líkið varlega. Það var ískalt. Hann dró hendina snöggt að sér; það var eitt að handleika ískaldan fisk á hverjum degi, annað að snerta dána manneskju. Karlmaður finnst myrtur í báti á reki við Uummannaq á Norður-Grænlandi. Í farmi bátsins reynist vera mikið magn af hvítabjarnarfeldum og náhvals- og rostungstönnum. Við fyrstu sýn virðist hér um að ræða smyglvarning og afrakstur ólöglegra veiða. Í Kína seljast hvítabjarnarfeldir á háu verði og verð á tönnum rostunga og náhvala hefur rokið upp eftir að skorin var upp herör gegn veiðiþjófum í Afríku. Umhverfisverndarsamtök láta í sér heyra — og Sika Haslund reynir að afstýra því að málið skaði orðspor Grænlands erlendis og þar með ferðaþjónustuna. Í kjölfarið fer Sika að rannsaka málið ásamt blaðamanninum Þormóði Gíslasyni. Þau komast fljótt að því að maðkur er í mysunni … Svarti engillinn er önnur bókin um Sika Haslund í sjálfstæðum flokki glæpasagna sem gerast á Grænlandi eftir danska rithöfundinn Ninu von Staffeldt. Fyrsta bókin í flokknum, Frosin sönnunargögn, hlaut verðlaun Det Danske Kriminalakademis sem besta frumraun ársins 2016.

Tengdar bækur