Stúdíóið
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2013 | 440 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2013 | 440 | 990 kr. |
Um bókina
Finnska glæpasagan Stúdíóið eftir Pekka Hiltunen hlaut finnsku glæpasagnaverðlaunin 2012 og var tilnefnd til Glerlykilsins, Norrænu glæpasagnaverðlaunanna 2013.
Í Stúdíóinu segir af Liu sem verður fyrir tilviljun vitni að því þegar lík finnst í farangursgeymslu bíls í miðborg London. Líkt og aðrir borgarbúar fyllist hún hryllingi þegar fjölmiðlar greina frá því að vændiskona frá Lettlandi hafi verið myrt og með hvaða hætti.
Þegar Lia hittir Mari, samlöndu sína frá Finnlandi, er eins og örlögin hafi leitt þær saman. Mari er sálfræðingur sem býr yfir óvenjulegu innsæi og nýtir hæfileika sína til að hjálpa öðrum. Hún stýrir hópi fólks sem hún hefur safnað í kringum sig og höfuðstöðvarnar kalla þau Stúdíóið.
Sterk vinátta tekst með Liu og Mari sem saman ákveða að rannsaka morðmálið frekar.
Sigurður Karlsson þýðir.
1 umsögn um Stúdíóið
Elín Pálsdóttir –
Vel skrifuð og öðruvísi glæpasaga sem tekur á viðkvæmum málum sem verið hafa í brennidepli undanfarin ár.
Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið