Stríðsbjarmar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2023 | 396 | 5.890 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2023 | 396 | 5.890 kr. |
Um bókina
Stríðsbjarmar er saga þjóðar í stríði en jafnframt rúmlega þúsund ára saga Úkraínu, allt frá víkingum og kósökkum til keisaravelda og Sovétríkja og loks sjálfstæðis en þó enn meiri átaka. Úkraínustríðið er einhver örlagaríkasti viðburður okkar tíma og hér eru sem flestar hliðar málsins fangaðar á aðgengilegan hátt.
Valur Gunnarsson hefur starfað sem blaðamaður í rúm 20 ár og fjallað um bæði menningar- og stjórnmál. Hann lærði sagnfræði við Háskóla Íslands, Háskólann í Helsinki, Humboldt-háskóla í Berlín og Kúras-stofnunina í Kænugarði jafnt sem ritlist í Belfast og Norwich. Hann hefur áður sent frá sér sex bækur, þar á meðal Bjarmalönd sem greinir frá arfleifð Sovétríkjanna í Austur-Evrópu, skáldsöguna Örninn og fálkann sem fjallar um hvað hefði gerst ef nasistar hefðu hernumið Ísland, sem og tvær bækur um „hvað ef?“ spurningar í sögunni. Valur hefur starfað fyrir fjölmarga íslenska miðla, til dæmis Ríkisútvarpið, Fréttablaðið, Stundina og Reykjavik Grapevine sem hann ritstýrði, og erlenda miðla á borð við The Guardian, Associated Press og Berliner Zeitung.
Valur hefur dvalið í Úkraínu á friðar- og stríðstímum. Stríðsbjarmar er að mestu rituð þar í landi undir ómi loftvarnaflauta.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar