Stóra garðabókin – alfræði garðeigandans
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2012 | 542 | 2.990 kr. |
Stóra garðabókin – alfræði garðeigandans
2.990 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2012 | 542 | 2.990 kr. |
Um bókina
Stóra garðabókin er loksins fáanleg á ný en hún kom fyrst út árið 1996 og hefur verið ófáanleg lengi.
Stóra garðabókin á erindi til allra sem vilja rækta garðinn sinn. Hún sameinar á meistaralegan hátt fræðilega nákvæmni og einfalda framsetningu efnisins og hentar því vel bæði byrjendum og lengra komnum. Bókin er sannkallað alfræðirit sem nýtist árið um kring og með hana í höndunum má bæði endurbæta gamlan garð og skapa nýjan frá rótum.
Stóra garðabókin er prýdd nærri 3000 litmyndum sem ætlað er að kveikja nýjar hugmyndir og vekja athygli á þeim fjölmörgu möguleikum sem felast í garðrækt hér á landi. Í sérstökum myndaröðum er lögð áhersla á að sýna rétt handbrögð og kenna einföld en nauðsynleg tækniatriði.
Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur ritstýrði verkinu og fékk til liðs við sig þrjátíu sérfræðinga sem lögðu til efni. Fjallað er um öll svið garðræktar og garðagróðurs, svo sem tré og runna, blómplöntur, kryddjurtir og matjurtir, sem og skipulag garða, útbúnað og aðstæður til ræktunar.