Steinskrípin
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2019 | 990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 1.290 kr. | ||
Innbundin | 2012 | 283 | 3.390 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2019 | 990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 1.290 kr. | ||
Innbundin | 2012 | 283 | 3.390 kr. |
Um bókina
Landið var litlaust og kalt svo langt sem augað eygði …
Daginn sem Bergur vaknar skyndilega til lífsins skín gamalkunnug sólin hátt á lofti en annað er framandi. Veröldin er grá og líflaus og þar ráða steinskrípin ríkjum – hrikalegar ófreskjur með slímuga arma og flugbeittar klær. Bergur er þó ekki einn í heiminum.
Dularfull, skikkjuklædd stúlka fylgir honum hvert fótmál. Hún er fædd í þessari steingerðu veröld og hefur aldrei þekkt annað en ófreskjur og erfiðleika. Saman halda þau í háskaför með dýrmætan grip í bakpoka – mögulega einu von mannkynsins til að sigrast á skrípunum og endurheimta Jörðina.
Steinskrípin er spennandi saga eftir Gunnar Theodór Eggertsson fyrir alla ævintýraþyrsta lesendur og sjálfstætt framhald verðlaunabókarinnar Steindýrin.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 7 klukkustundir og 11 mínútur að lengd. Stefán Benedikt Vilhelmsson les.