Skotgrafarvegur

Útgefandi: MM
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2005 292 990 kr.
spinner

Skotgrafarvegur

Útgefandi : MM

990 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2005 292 990 kr.
spinner

Um bókina

Bókin fjallar um Matta sem er friðsemdarmaður og lítt til vandræða – samt er Helena kona hans farin frá honum með fimm ára dóttur þeirra og býr nú hjá vinkonu sinni. Hann hefur verið heimavinnandi síðan dóttirin fæddist og séð um hana, fætt hana og klætt, eldað og þrifið heimilið svo að Helena gæti unnið og sinnt sínum áhugamálum. Eiga þetta að vera launin?
Þessi óvænta staða kallar á aðgerðir í stað orða. Matti minnist þess að Helenu hafði dreymt um eigið hús, en sjálfur hafði hann verið á móti. Niðurstaða hans er því einföld: Ef hann kaupir hús fær hann fjölskyldu sína aftur til sín.
Matti gengur til verks af hernaðarlegri nákvæmni. Vopnaður kíki, segulbandi og minnisbók fer hann kerfisbundið um helstu hverfi Helsinkiborgar í leit að rétta húsinu. Sumir húseigendur taka ágengni hans vægast sagt illa, en Matti gefur ekkert eftir, og allra síst eftir að hann hefur fundið draumahúsið.
Í stríði og ástum er allt leyfilegt.

Skotgrafarvegur er drepfyndin og frábærlega vel skrifuð saga sem farið hefur mikla sigurför um flest Evrópulönd og alls staðar orðið metsölubók. Fyrir hana hlaut Kari Hotakainen Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2004, auk fjölda annarra verðlauna, m.a. hin virtu Finlandia verðlaun.

Steinunn Guðmundsdóttir þýddi.

Tengdar bækur

Products not found

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning