Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2006 | 990 kr. |
Um bókina
Óveðursský hrannast upp og eldingar rista himininn þegar fraktskipið Per se leggur úr höfn á Grundartanga og tekur stefnuna á Suður-Ameríku. Níu skipverjar eru um borð, flestir með eitthvað misjafnt í farteskinu. Nokkrir mannanna hafa heyrt að segja eigi upp áhöfninni og hyggjast því grípa til sinna ráða um leið og storminn lægir. Andrúmsloftið í skipinu er þrungið tortryggni, ógn og fjandskap og þegar sambandið við umheiminn rofnar er eins og ill öfl taki völdin …
Hvílir bölvun á skipinu? Er laumufarþegi um borð? Á meðan Per se velkist í fárviðri úti á reginhafi heyja skipverjar harða baráttu við margvíslegar hættur, baráttu sem stigmagnast þar til hún verður upp á líf og dauða.
Skipið, sem er sjöunda skáldsaga Stefáns Mána, er hörkuspennandi tryllir og svo magnaður að lesanda rennur kalt vatn milli skinns og hörunds.