Skáldalíf : ofvitinn úr Suðursveit og skáldið á Skriðuklaustri
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2006 | 440 | 4.140 kr. |
Skáldalíf : ofvitinn úr Suðursveit og skáldið á Skriðuklaustri
4.140 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2006 | 440 | 4.140 kr. |
Um bókina
Eiga þeir nokkuð sameiginlegt, heimsmaðurinn Gunnar Gunnarsson og heimalningurinn Þórbergur Þórðarson? Annar skrifaði bækur á dönsku sem þýddar voru á fjölmörg tungumál; bækur hins voru vel varðveitt leyndarmál á fátalaðri tungu landsmanna. Annar spurði stórra spurninga um tilvist mannsins; hinn var annálaður húmoristi og ólíkindatól.
En þeir voru báðir íslenskir bændasynir, nánast jafnaldra, og þá dreymdi stóra drauma um eigin framtíð og þjóðarinnar. Þeir tóku trú á erlenda stríðsherra, hvorn af sinni stjórnmálastefnu og fór sú trú illa með þá. En báðir höfðu afgerandi áhrif á þróun íslenskra bókmennta.
Halldór Guðmundsson dregur upp einstæða mynd af þessum tveim rithöfundum í samhliða ævisögum þeirra. Hér segir frá æsku og uppvexti, erfiðum sveltiárum og örlagaríkum ástarsamböndum, þrá eftir sveitinni, heimsreisum og endurkomu. Með því að láta þá varpa sterku ljósi hvorn á annan fæst mynd af hvorum um sig sem aldrei hefur áður sést.
Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2006.
4 umsagnir um Skáldalíf : ofvitinn úr Suðursveit og skáldið á Skriðuklaustri
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Bókmenntasöguleg tíðindi – afar eiguleg bók – Skáldalíf er mjög vel skrifað verk og því einkar læsilegt og fræðimennska þess vönduð.“
Soffía Auður Birgisdóttir / Morgunblaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Afskaplega forvitnileg – djörf hugmynd – stórmerkileg bók skrifuð af mikilli íþrótt.“
Egill Helgason / Silfur Egils
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Bókin er afar líflega skrifuð og af mikilli þekkingu á bæði skáldunum tveimur og tíðaranda þeirra – bókina les maður spjalda á milli af mikilli ánægju.“
Illugi Jökulsson / Blaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Halldór hefur skilað miklu og merkilegu verki og honum tekst með miklum ágætum það sem hann ætlar sér – Hugmynd hans og framkvæmd er með miklum ágætum og hlýtur að herða á áhuga um sagnalist þeirra Gunnars og Þórbergs, erindi þeirra og ágæti í list sinni – Skáldalíf er svipmikið verk um svipmikla menn sem við verðum að geta skilið svo við eigum okkur von á þeim undarlegu tímum sem við lifum.“
Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttablaðið