Sjóveikur í München
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2015 | 325 | 3.490 kr. | ||
Kilja | 2016 | 325 | 3.490 kr. | ||
Geisladiskur | 2015 | 3.390 kr. | |||
Rafbók | 2015 | 990 kr. |
Sjóveikur í München
990 kr. – 3.490 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2015 | 325 | 3.490 kr. | ||
Kilja | 2016 | 325 | 3.490 kr. | ||
Geisladiskur | 2015 | 3.390 kr. | |||
Rafbók | 2015 | 990 kr. |
Um bókina
Ó, hvað það var vont að vera ungur! Hreinn sveinn í óhreinum heimi. Fangi eigin kynslóðar. Þræll í hlekkjum tímans. Og sjálfið eins og óframkölluð mynd í köldum vökva. Köldum, dimmum, vodkaskotnum vökva.
Hér gengur Hallgrímur Helgason á hólm við sjálfan sig og lýsir örlagavetri í eigin lífi, sínum fyrsta utan föðurlands og móðurhúsa. Eftir þá róttæku ákvörðun að helga sig myndlist tekur hann enn róttækari ákvörðun um að hætta í Myndlista- og handíðaskólanum og skráir sig haustið 1981 til náms í Listaakademíunni í München – af öllum borgum. Sú vist verður honum ekki bara þungbær heldur reynist hún marka braut hans til frambúðar.
Hann tekst á við hræringar í eigin huga, lýsir þeirri ólgu sem gerjast innra með honum og þeim áhrifum sem hann verður fyrir, um leið og hann reynir að botna í sjálfum sér. Beinskeyttur stíll höfundar, skörp hugsun og húmor gera bókina ekki einungis skemmtilega aflestrar heldur einnig afar áhrifamikla.
Bókin kom út samtímis á íslensku og þýsku.
ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.
6 umsagnir um Sjóveikur í München
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Þeir kunna þetta einfaldlega, þessir Íslendingar: Að nota sitt skemmtilega sjálfsháð til að skrúfa grótesku lífsins upp í hæstu hæðir. Einkum Hallgrímur Helgason sem með Sjóveikur í München sendir enn og aftur stórskemmtilegan eyjaskeggja út í heiminn (að þessu sinni í bæversku listaakademíuna) í þeim tilgangi að grafa undan brjálæði nútímans og öllu hans mikla tilgangsleysi. Þessi bók er unaðsleg klikkun!“
Lars Albat / Choices Magazine, Köln
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Enn einu sinni tekst Hallgrími Helgasyni að heilla okkur með sínu takmarkalausa ímyndunarafli og hinum yfirnáttúrulega og sótsvarta húmor sínum. … Sjóveikur í München er frábærlega klikkuð saga af skipbroti í framandi borg. Um leið tekst Helgasyni að fanga fáránleika kalda stríðsins, ástand sem sameinar þessar mjög svo ólíku borgir, München og Reykjavík.“
Norddeutscher Rundfunk
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Alveg dásamlegur texti … glettni og húmor og rosalega sannur tónn … lýsingin á tíðarandanum á Íslandi er mjög skemmtilegur partur í þessari bók … allir sem eru rúmlega tvítugir og eru að leita að sjálfum sér geta fundið sig í þessari bók … Glimrandi skemmtileg bók.“
Friðrika Benónýsdóttir / Kiljan
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Stórskemmtileg og söguþráðurinn óborganlegur … efnistökin eru önnur, ný og skapandi … Það er sama hvar gripið er niður í sögunni, alls staðar er kröftugur stíll, óvæntar og úthugsaðar tengingar og vísanir; taktur, hrynjandi og stuðlasetning og brakandi ferskt myndmál … Hér er á ferð íslenska útgáfan af Portrait of the Artist as a Young Man … Hér er allt á fullu, fengist við fortíð og minni, tilurð skálds, ást og list, lönd og þjóðir af blússandi krafti … Hallgrímur Helgason er einn allra skemmtilegasti, frumlegasti og frjóasti rithöfundur landsins…“
Steinunn Inga Óttarsdóttir
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Stíllinn er, eins og ávallt hjá Hallgrími, plássfrekur og spruðlandi af hugmyndum og hér nær hann mjög góðu jafnvægi milli sögu og stíls.“
Maríanna Clara Lúthersdóttir / Morgunblaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Kaldhæðinn stíll Hallgríms er hér enn til staðar og gerir bókina bráð¬ fyndna … kaldhæðnin er tempruð með væntumþykju og umburðarlyndi gagnvart hinum Unga Manni … Einlæg en vægðarlaus mynd af ungum manni í leit að sjálfum sér. Ein besta bók höfundar.“
Ásdís Sigmundsdóttir / Fréttablaðið